Vorhreinsun
Vörulýsing
VNR:VORHREINSUN með stuðningi
eftir bókinni Hreint mataræði með mínum stíl
1. skipti fer fram þriðjudaginn 4. apríl 2023 kl 18:30
2. skipti fer fram þriðjudaginn 11. apríl 2023 kl. 18:30
3. skipti fer fram þriðjudaginn 25 apríl 2023 kl. 18:30
Glæsilegt námskeið með góðum stuðningi fyrir þá sem eru tilbúnir að tileinka sér heilbrigðan og heildstæðan lífstíl fyrir líkama og sál.
Ég (Kolbrún grasalæknir) geri ekki námskeið nema mig langi virkilega til að halda þau. Núna langar mig sjálfri að gera vorhreinsun og mig langar að leyfa ykkur að vera með. Hittumst í 3 skipti og mun ég leggja áherslu á kennslu um líkama, huga og náttúruna og hvernig við getum notað allt þetta til að styðja heilsuna okkar.
Þetta er ekki sveltiprógram, heldur styðjum við líkamann með mat og jurtum til að losa slím og umfram vökva(bólgur).
Leiðbeint verður með fæðu sem hentar í morgun-, hádegis- og kvöldverð sem og millimál. Farið verður yfir hvernig líkaminn hreinsar sig, hvernig meltingin virkar, hvernig við getum stutt hann, hvernig við skipuleggjum okkur og tökum ábyrgð á okkur sjálfum ásamt því að stunda hugleiðslu og öndun.
Innifalið í námskeiðinu eru námskeiðagögn, uppskriftir, jurtir sem styðja okkur í hreinsuninni, hörfræolía, 3 kvöld á staðnum eða í fjarkennslu (live) og stuðningur í gegnum facebook.
Takmarkaður fjöldi þáttakenda í boði.
VERÐ:
38.000 kr (velja "sótt í verslun" þegar miði er keyptur í netverslun)
Námskeiðin fara fram í verslun Jurtaapóteksins á Laugavegi 70 eða í fjarkennslu kl. 18:30 til 21:00.