Kukui hnetuolía

  

Hér er smá fróðleikur um þessa einstöku olíu sem fæst hjá okkur hér í Jurtaapótekinu.

Kukui olía kemur frá hnetum Kukuitrésins. Þessi olía hefur verið notuð í aldanna rás á Hawaii eyjum.
Olían er notuð til þess að næra og græða þurra húð. Bæði fyrir andlit og líkama. Góð vörn fyrir köldu og heitu loftslagi, sjávarsalti og vindum. Þ.e.a.s. hún ver mann fyrir mismunandi veðrum og vindum eins og eru til staðar hér á landi. 
Kukui er notuð á ör með frábærum árangri, á allskyns húðertingar, sár og brunasár.

Hún er mikið notuð sem nuddolía, einstaklega góð á exem, psoriasis og aðra húðkvilla. Olían smýgur djúpt inn húðina og skilur eftir sig silkimjúka áferð. Olían skilur ekki eftir sig feita áferð. Hún er rík af A, C og E vítamíni. Þetta eru andoxunarefni sem verja húðina vel. Olían lífgar uppá þreytta og slappa húð. Kukui olían virkar vel á fínar hrukkur í kringum augu.

Kukui sem hárnæring:
Hægt er að setja olíuna í hársvörðinn til þess að losna við flösu. Virkar einnig vel sem hárnæring sem er látin liggja í hárinu í nokkrar mínútur svo þvegin úr. Hárið verður silkmjúkt og glansandi.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn