Hreinsunaravika

Það er hægt að hreinsa á marga vegu. Í þetta skipti ætlum við að hreinsa í nokkrum stuttum skrefum og hreinsa vel.

Mjög gott er að nota tímann í hreinsuninni og losa sig alfarið við kaffi, sykur, tóbak eða annað því um líkt. Ef þið takið jurtir með þá verður ferlið mun auðveldara.

Hreinsunin fer fram í nokkrum skrefum sem útskýrð eru hér að neðan.

Tveimur dögum áður en byrjað er á skrefi 1 er gott að taka eftirfarandi út úr mataræðinu.

·         Kaffi

·         Sykur og gervisykur

·         Hvítt kornmeti

·         Unnar kjötvörur

·         Áfengi

·         Salt (minnka neyslu)

·         Reyktan mat

 

Gott er að taka því einnig rólega þessa daga, fara í sund og gufu, slaka á og losa um vöðvana svo ruslið leki nú úr vöðvunum, ekki viljum við halda í allt ruslið, ó nei.

Með því að gera þetta náið þið að:

-          Hreinsa líkamann

-          Endurnýja líkamann

-          Auka orkuna

-          Auka lífsgleði

-          Styrkja ónæmiskerfið

-          Hreinsa húðina

-          Auka liðleika

-          Auka sköpunarkraft

-          Auka framkvæmdagleði

-          Auka minni og einbeitingu

-          Lækka blóðþrýsting (ef þarf)

-          Bæta meltingu

-          Auka næmni á hljóð, liti, lykt og ljós.

-          Og ef á þarf að halda þá léttist þú

 

1. SKREF:

Gott að vakna og gera sólarhyllingu í morgunsárið í kannski 5-10 mínútur, síðar má svo bæta við höfuðstöðu eða herðastöðu.

Dagur 1

Morgunmatur:
Grænn hristingur
2 sellerýstönglar
3 grænkálslauf eða annað grænt laufsalat
½ avókadó
½ límóna
½ gúrka
1-2 msk olía (kókós-, hörfræ- eða ólífuolía)
Vatn – rétt upp að matnum í skál
1/8 tsk himalaya salt eða annað gott salt

Allt sett í blandara og mixað saman.
(ef þið eruð að nota jurtir þá má setja þær út í blönduna sem og olíur)


Miðmorgun (ekki nauðsynlegt)
Jurtate – brenninetla, kamilla, Dofri, Suttungamjöður, Triphala (vont bragð) eða annað hreinsite.
Mæli með að nota annaðhvort Suttungamjöð eða Triphala allan tímann í hreinsunni. Það er mjög mikilvægt að hafa hægðir allan tímann, því þurfið þið annað hvort að nota jurtir til að örva hægðir eða nota stólpípu.
Grænmeti eða ávöxtur og möndlur.


Hádegismatur
Grænmetissalat
80% grænmeti - allt grænmeti í lagi nema sveppir. Hafið jafnt hlutfall á milli grænmetis sem er léttgufusoðið eða rifið fínt (s.s. spergilkál, blómkál, rófur, gulrætur) og fersks blaðsalats. Notið hugmyndaflugið. Munið að það er til alls konar grænmeti - radísur, avókadó (sem er kannski ekki beint grænmeti) og fleira og fleira.
20% möndlur/hampfræ/sólblómafræ/sesamfræ/graskersfræ – Fræin þarf helst að leggja í bleyti í 6-8 klukkutíma fyrir neyslu.
Dressing (ef vill): sítrónusafi og olía með jurtakryddi í.


Seinnipartinn
Hnetur/ grænmeti/ávöxtur
Eitthvað gott hreinsite


Kvöldmatur
Kælandi Kichadi
½ bolli basmati hýðishrísgrjón
¼ bolli mung baunir
1 msk króklappa
1 ½ bolli grænar strengjabaunir
2 msk smjör eða ghee
½ tsk fennelfræ
1 tsk cumin
1 msk amarant (val)
1 stykki kombuþang
6-10 bollar vatn
½ tsk sjávarsalt
1 msk kóríander duft

Baunir þarf að leggja í bleyti í 12 tíma áður en þær eru notaðar. Þvoið grjónin og baunirnar þar til vatnið er tært.
Hitið feitina við meðalhita, setjið svo fennel og cuminfræ út á pönnuna og hitið í nokkrar mínútur. Setjið svo grjónin og baunirnar út í og hitið í nokkrar mínútur. Setjið svo strax á eftir króklöppuna og hitið í 1 mínútu. Þá eru 6 bollar vatn settir út í og suðan látin koma upp. Setjið þá kombú, amaranth og salt út í þegar suðan er komin upp. Lækkið hitann þá niður í meðal lágan hita og látið malla í 1 – 1 1/2 klukkutíma. Bætið við vatni ef þarf. Þegar 10 mínútur eru eftir af suðu, bætið grænum baunum við. Rétt áður en rétturinn er borinn fram setjið þá kóríander duftið út í. Bragðbætið með ferskum kóríanderlaufum.
Þessi réttur er mjög blóðhreinsandi. Króklappan hreinsar nýrun og lifrina, meðan grænu baunirnar eru vökvalosandi. Mung baunirnar og grjónin henta öllum og eru notuð sem undirstaða í indverskri panchakarma hreinsun og svo eru valdar jurtir eftir því hvað hentar hverjum og einum. Því getið þið gert þetta og notað innsæið ykkar á það hvaða krydd þið eigið að nota. Það er ekki nauðsynlegt að halda rammfast í uppskriftina og það má nota annað krydd.

Ef þið þurfið ekki að kæla ykkur þá megið þið nota engifer, svartan pipar, hvítlauk eða kardimommur til að hita.


Dagur 2

Gerið nákvæmlega sama og dag 1.

 

2. SKREF

Hér hefst fastan. Þið drekkið bara þegar þið verðið svöng ef ykkur finnst 3 tímar of langt á milli.

Það má pressa safa fyrirfram.

Ekki taka nein bætiefni eða lyf í föstunni (ef þið notið lyf þá verðið þið að hafa samband við grasalækni eða lækni og kanna hvernig þið gerið þetta).

Dagur 3

Veljið einhvern af eftirfarandi söfum til að fasta á. Ef þið viljið þá þarf ekki að vera heilagur og halda sig við sama safann. Yfir allan daginn þurfið þið að taka inn 2 lítra af grænmetissafa og til viðbótar 1 lítra af vatni.
a)      gúrku, sellerý, eitthvað grænt kál og sítrónu (1 tsk pr. glas)
b)      gulróta, sellerý og rauðrófusafi.
c)      grænmetissafi (blandaður) frá Yggdrasil
d)      hýðishrísgrjón - fyrir þá sem hræðast það að vera bara á fljótandi. Þá notar maður soðin hrísgrjón
         með engu kryddi og borðar þangað til maður er saddur.

Klukkan 7:30
3 dl safi

Klukkan 10:30
3 dl af völdum safa og kannski te með.

Klukkan 13:30
4 dl af völdum safa.

Klukkan 16:30
3 dl af völdum safa og kannski te með

Klukkan 19:30
4 dl af völdum safa

Klukkan 22.00
3 dl af völdum safa


Dagur 4 og 5

Gerið alveg eins og á degi 3

 

3. SKREF

Dagur 6 og 7

Hér brjótið þið föstuna

Byrjið aftur á því sama og á degi 1

Eftir þetta má byrja á prógramminu í bókinni minni „Betri næring, betri líðan

Eftirfarandi er gott að hafa í huga í föstunni:

-          Svefn er mjög mikilvægur - fara að sofa klukkan 22.30

-          Gera teygjur og/eða jóga

-          Fara í sauna eða gufubað

-          Fá góða hvíld

-          Fara í léttar göngur útivið

-          Fara í bað - með salti, þara, jurtum eða ilmkjarnaolíum til að hreinsa meira

-          Þurrburstun á húð

-          Róa hugann. Gera einbeitingaræfingar og stunda hugleiðslu

-          Drekka ferskt vatn

-          Ákveða - Vilja -Jákvæðni - framkæma allt þetta með góðum huga

-          Stólpípur, ristilskolun eða jurtir sem hreinsa ristil eins og Vaðgelmir.

 

Þetta er ekkert mál - nú fljúgum við bara inn í næsta áfanga.


GANGI ÞÉR VEL!

Kolbrún Björnsdóttir
Grasalæknir Jurtaapótekinu 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn