Ilmkjarnaolíur

Ilmkjarnaolíur eru 75-100 sinnum sterkari en te.

Ilmkjarnaolíurnar eru góð leið til þess að nota heima til að hafa áhrif á taugakerfið, hvort sem er að örva eða róa.  Hægt er að nota þær á margvíslegan máta.

Bað, setjið 5-10 dropa af hreinum ilmkjarnaolíum út í baðvatn.

Innöndun, 3-6 dropar í skál af heitu vatni.  Setjið rétt áður en á að fara í gufuna.  Setjið svo handklæði yfir höfuðið og andið að ykkur í nokkrar mínútur 5-10 mínútur. 

Einnig hægt að setja einn dropa í lófann og draga andann djúpt að sér.  Efnin fara beint upp í heila og virka strax.

Ilmvatn:  Sumar ilmolíur er hægt að nota eins og  ilmvatn.


Appelsína sæt: Er róandi, góð við svefnleysi og til að lyfta upp sálinni.

Basil:  Taugastyrkjandi, krampastillandi, hjálpleg við svefnleysi, hreinsar hugann, góð fyrir fólk sem þarf að læra mikið, styrkir húðina, er bakteríudrepandi og góð við eyrnabólgu.

Bergamot:  Upplífgandi, hjálpar við þunglyndi og góð við blöðrubólgu.

Cajeput:  Góð við kvefi sem innöndun, verkjastillandi, hindrar bakteríusýkingu og er einnig örvandi.

Cypress:  Jafnar hormónaójafnvægi, við miklum blæðingum og góð við illa lyktandi fótum.

Einiber:  Góð gegn blöðrubólgu, styrkir nýrun, er vökvalosandi og getur hjálpað gegn gyllinæð. Styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið og er góð gegn streitu og kvíða. Getur hjálpað við vöðvaverkjum, gigtarverkjum og appelsínuhúð.

Engifer:  Liðagigt, vöðvaverkir og vöðvaþreyta og örvar blóðflæðið.

Eucalyptus:  Góð á lungun og kinnholur, bakteríudrepandi, góð að anda að sér ef maður er stíflaður í nefi.

Fennel: Góð á appelsínuhúð, hreinsar eiturefni og góð á breytingarskeiðinu.

Frankincence: Bakteríudrepandi, róar hugann og lyftir andanum.

Fura:  Góð að nota að nota við lungnabólgu, sýkingu í lungum, er slímlosandi.  Góð í gufu við kvefi.

Geranium:  Góð fyrir blóðflæðið, nýrnahetturnar, breytingaskeiðið og við áföllum.

Greipaldin:  Góð á appelsínuhúð og feita húð. Eykur súrefni í blóði og hjálpar til ef um svefnleysi er að ræða.  Hefur góð áhrif á framleiðslu serotónins og getur hjálpað við vægu þunglyndi.  Er örlítið kláðastillandi. Má ekki nota í sól þar sem olían gerir húðina ljósnæmari.

Gulrótarolía:  Hægt að nota á sár á húð.  Inniheldur mikið A vítamín. Styrkir húðina, eykur teygjanleika og kemur í veg fyrir hrukkur.

Ísópur:  Sterk olía, notist með varúð, hentar ekki börnum. Góð fyrir öll vandamál í öndunarfærunum. Er góð gegn síþreytu og fyrir fólk sem er örmagna eða þróttlaust af álagi. Styrkir húðina og getur hjálpað við að koma jafnvægi á blóðþrýsting. Getur einnig reynst gagnleg við MS. Hreinsar andrúmsloft.  Mjög góð á lungnasýkingu útvortis til að losa slím.

Jasmin:  Fyrir eldri húð, róandi, góð við þunglyndi og góð á slit og ör.

Kamfóra:  Góð við kvefi og hósta.

Kamilla blá og Kamilla rómversk:  Róandi og bólgueyðandi. Krampastillandi, dregur æðar saman, verkjastillandi og góða á ofnæmi, exem og fleiri húðkvilla.

Kanill: Örvandi og orkugefandi. Er mjög ertandi fyrir húð svo blandið ávallt. Þynnið vel út fyrir notkun. Sterk gegn sýkingum,bakeríum og vírusum. Góð við niðurgangi og sýkingum í þörmum. Hægt að nota í munnskol við bólgum í tannholdi.

Kardimommur:  Er verkjastillandi, hóstastillandi, kynörvandi og styrkjandi fyrir líkamann.

Kóreander:  Er verkjastillandi, bólgueyðandi og krampastillandi. Góð fyrir stoðkerfið (t.d. gigt) og fyrir meltinguna. Getur hjálpað við ógleði. Getur hjálpað við mígreni  og ofþreytu.

Lavender:  Jafnar, alveg í lagi fyrir börn og ófrískar konur, slakandi, við gigt og bruna.

Lavender spike:  Góð við ennis- og kinnholusýkingum, nasakvefi, eykur blóðflæði, er örvandi og verkjastillandi og því góð fyrir gigt. Má nota óblandaða á unglingabólur.

Lemon eucalyptus:  Sýkingar í hálsi, kvef, hitalækkandi, gegn blöðrubólgu, upplífgandi, mjög góð olía til að nota á börn.

Manuka: Bakteríudrepandi og sótthreinsandi. Góð við hvers konar sýkingum í hálsi og lungum. Góð fyrir húðina. Vinnur gegn sveppum, má taka inn.

Mandarína:  Er mild ilmolía, góð við svefnleysi, sérstaklega hjá börnum. Er kvíðastillandi, minnkar sársauka og er vökvalosandi. Góð róandi olía fyrir barnshafandi konur. Má ekki nota í sól þar sem olían gerir húðina ljósnæmari.

Marjoram:  Róar, góð við kvíða og gæti hjálpað við of háum blóðþrýstingi.

Melissa:  Róar huga og líkama og er mjög sterk ef hún er hrein. Góð á ofnæmi og er einnig upplífgandi. Er góð vírusdrepandi olía, góð gegn vörtum.

Negull: Gagnast vel við astma og bronkítis, góð við gigt og tognun. Getur hjálpað við ógleði og meltingartruflunum. Góð við tannpínu og til að nota á börn sem eru að taka tennur og er olíunni þá nuddað á gómana. Gott að nota til að fæla burtu moskítóflugur.

Niaouli:  Slímlosandi, góð gegn hálsbólgu, kvefi og inflúensu. Góð gegn blöðrubólgu, candida, vöðvaverkjum og gigt, má einnig nota á skordýrabit. Mjög góð kvefolía fyrir börn. Góð til að draga út sýkingar.

Oregano:  Er mjög breiðvirk bakteríudrepandi, sótthreinsandi og vírushamlandi. Einnig góð gegn sníkjudýrum, sveppasýkingu og gagnleg gegn myglu. Örvar blóðflæðið og er bólgueyðandi. Góð gegn margskonar sýkingum t.d. í húð. Styrkir ónæmiskerfið og er talin virkja serótónín viðtaka í frumum.

Patchouli:  Jafnar og jarðtengir orku. Er róandi.

Peru Balsam:  Örvandi, slímlosandi, sýkladrepandi, eyðir lúsaeggjum, bakteríudrepandi, hækkar blóðþrýsting og er einnig notuð í sápugerð til að gera hana mjúka og bæta lyktina.

Petitgrain: Er unnin úr römmu appelsínutré. Er frískandi og milt róandi og oft notuð í ilmvötn.

Piparmynta:  Örvar heilann, góð á höfuðverk, örvar og kælir.

Ravensara:  Ónæmisstyrkjandi, bakteríu- vírus- og sveppadrepandi.

Rós:  Róar sorgir, fyrir kvenhormónakerfið, gegn þunglyndi og góð á hjartaorkustöðina.

Rósmarín:  Örvar æðakerfið, gegn gigt og er vökvalosandi.

Rósaviðar:  Bakteríudrepandi. Er styrkjandi fyrir allan líkamann, eyðir lykt og er oft góð til að hjálpa fólki þegar verið er að keyra langar vegalengdir.

Salvía:  Góð fyrir taugakerfið og ýmislegt tengt kvenhormónakerfinu. Kemur reglu á tíðir og dregur úr svitamyndun. Minnkar mjólkurframleiðslu.

Sandalviður:  Mjög róandi, góð fyrir taugakerfið og húðina. Getur hjálpað við psoreasis, exemi, bólum, kláða og þurrki í húð. Góð á ör. Bólgueyðandi, slímlosandi og hóstastillandi. Virkar vel á astma, kvef og bronkítis (krónískt). Hjálpar gegn frjókornaofnæmi og er örvandi fyrir ónæmiskerfið. Hjálpar við hormónatruflunum og morgunóðleði. Góð við krónískri þvagfærasýkingu og blöðrubólgu.

Sedrusviður (Cedarwood):  Sterkt sýkladrepandi, virkar vel á lungnaberkjusýkingu og þvagfærasýkingu. Góð á bólur. Þynnir slím til að losa það betur úr lungum. Getur hjálpað við astma og blöðrubólgu. Gefur andlegan styrk.

Sítróna:  Mjög bakteríudrepandi og góð fyrir ónæmiskerfið, góð á sár. Hefur styrkjandi áhrif á æðakerfið. Er lykteyðandi og góð við appelsínuhúð og á feita húð. Getur hjálpað við munnangri.

Sítrónugras:  Mjög góð við sýkingum í öndunarfærum, sárum í ristli og bólgum. Getur hjálpað til við lækka blóðþrýsting. Góð á fótsvita og sveppi. Styrkir og róar taugakerfið. Hægt að nota sem skordýrafælu.

Svartur Pipar:  Örvandi fyrir blóðrás, styrkjandi, góð við vöðvaverkjum, stirðleika og tognun. Krampalosandi.

Te tré:  Mjög breiðvirk bakteríudrepandi olía, góð gegn sveppasýkingum, sótthreinsandi, gegn öllu kvefi og inflúensu. Má nudda á tannhold ef um tannholdsbólgu er að ræða og gott að skola munninn með Tea tree eftir aðgerðir í munni. Jafnvægisstillir líkamann og er góð að nota eftir andleg áföll. Góð á frunsur, bólur, hlaupabólu og á flösu. Örvar sogæðakerfið.

Timían:  Góð á vöðvaþreytu og -spennu, örvandi og bakteríudrepandi.

Turmeric: Bólgueyðandi, sérstaklega á gigt. Bakteríudrepandi.

Vallhumall: Bólgueyðandi, róandi, krampastillandi og græðandi. Er mjög mild olía. Hægt að nota beint á húðina.

Vetiver:  Er mjög róandi gegn stressi og er frískandi í bað.

Wintergreen: Er mjög verkjastillandi vegna salisýlsýru, bólgueyðandi, sérstaklega á gigt.  Hóstastillandi og almennt örvandi fyrir allan líkamann. Þynnið út fyrir notkun.

Ylang Ylang:  Er slakandi og góð á húðina. Er góð við fyrirtíðaspennu, tíðaverkjum og kynkulda og getur verið hjálpleg í barnsfæðingu. Jafnar hormóna og hækkar serótónín í líkamanum. Góð á skordýrabit.

 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn