Grænmetissúpa

Langar að deila með ykkur GRÆNMETISSÚPUUPPSKRIFT sem ég gerði fyrir fermingaveislu sem ég var með síðastliðinn sunnudag. Bjó til uppskriftina á fimmstudagskvöldinu eiginlega bara úr því sem ég átti til í ísskápnum og margfaldaði hana svo með 20, svo að það yrði nú örugglega nóg fyri alla. Hún hljómar svona.

Kókósolía 2 msk
1 laukur
2 tsk Karrý de lux frá Pottagöldrum
2 tsk timían lífrænt úr Jurtaapótekinu (ja við seljum gæða krydd)
1/2 grænmetisteningur (gerlaus)
1 líter vatn
1 dl rauðar linsur
3 lárviðarlauf
3 meðalstórar gulrætur (skornar í sneiðar)
3 sellerýstönglar (skorið í litla bita)
200 gr blaðlaukur ( skorið í 1 cm sneiðar)
75 gr rauðrófur ( skorið í litla teninga)
1 lítil dós af Kókósmjólk
Salt og pipar eftir smekk.
Ég nota franska Keltneska saltið. Fæst í Jurtapótekinu. Má líka nota íslenskt salt. En helst nota salt sem ekki er búið að hita líka eitthvað og þá án þess að hita það.

Steikið laukinn þangað til að er glær og setjið þá kryddið rétt í restina í 1 mínútu. Setjið þá vatnið, tening, rauðar linsur og lárviðarlauf út í og sjóðið í 20 mínútur. Takið upp úr lárviðarlaufin. Setjið allt grænmetið út í og sjóðið þar til rauðrófur og gulrætur eru soldið mjúkar (svo hægt sé að mauka í töfrasprota). Maukið svo með töfrasprota þar til að allt er orðið að mauki. Smakkið til með salti og pipar. Mér finnst alltaf gott að krydda vel. Það má jafnvel bæta smá karrý út í.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn