Matur sem ég og nokkrar vinkonur fórum með í Þórsmörk júlí 2014

Húmmuskæfa: ( átti bara til þessar baunir þess vegna varð húmmusinn svona) Hægt að nota bara kjúklingabaunir
Rauðar nýrnabaunir 1 bolli soðið
2 bollar kjúklingabaunir soðnar
1/2 bolli moong baunir
1/2 bolli tahini (monki)
1/2 bolli ólífuolía
1 búnt steinselja
4 rif hvítlaukur (helst lífrænn)
1 msk kúmmin
1/4 tsk Cayenne pipar
2 sítrónur safi
1 1/2 tsk Herbamare jurtasalt
1/2 tsk - 1 tsk karrý

Allt sett í matvinnsluvél og hrært. Smakkið til og sjáið hvort þið viljið bæta við eða auka eitthvað af þessu.

Sólblómafrækæfa:
3 bollar sólblómafræ sem hafa legið í bleyti í 8 tíma.
3/4 bolli sítrónusafi
1/2 bolli tahini (monki) fæst hjá okkur í Jurtaapótekinu.
1/4 bolli tamari sojasósa
1 búnt kóríander
1 lítill rauðlaukur
1/4 tsk cayenne pipar

Allt sett í matvinnsluvél og blandað saman. Smakkið til. Þessi kæfa geymist í 8 daga því það er svo mikill sítrónusafi í henni.

Brauðið sem við vorum með er hér að neðan.

Morgungrautur:
Glúteinlausar hafraflögur 2 bollar
Bókhveitiflögur 1 bolli
1 bolli Chiafræ
1 bolli valhnetur
1/2 bolli Gojiber
2 tsk kanilduft
1/2 tsk gott sávarsalt
Þetta er svo hitað þangað til suðan kemur upp og látið standa.

Með þessum graut var svo
MÖNDLUMJÓLK:
3 bollar möndlur með hýði eða án - lagðar í bleyti yfir nótt
1,2 líter kalt vatn
1 tsk vanilluduft
1/2 tsk himalayasalt
Allt sett í blandara og blandað
Þið ráðið svo hvortrt þið sigtið þetta eða hafið hrati með.

HRÖKKKEX glúteinlaust ( útfærð uppskrift frá Sollu)
1 dl Bókhveitiflögur
1 dl sesamfræ
1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
2 dl Bókhveitimjöl
2 dl Hrísgrjónamjöl
2 tsk vínsteinslyftiduft
2 tsk himalayasalt
1 1/4 dl ólífuolía
2 dl vatn

Öllum þurrefnum blandað saman, Solla ristar sólblóma- og graskersfræin. Ólífuolían og vatnið sett út í og hrært vel. þessu er svo skipt í tvo hluta. Fer á tvær bökunarplötur. Best er að setja bökunarpappír unndir og yfir og fletja þannig út. Skerið hrátt deigið í passlega bita með borðhníf. Ég pensla ekkert yfir en Solla setur vatn eða olíu með pensli yfir. Bakið við 200°C í um 15-20 mínútur, en fylgist vel með samt gæti tekið styttri tíma fer efti rofnum.

SNARL: Hnetunesti

Blandaði saman bökuðum möndlum, Cashew hnetum, Gojiberjum. Stundum set ég líka þurrkað mango og þurrkuð epli. Ef þið eruð í súkkulaði þá má það lík avera þarna eða Kakónibbur.

BAKAÐAR MÖNDLUR
1 tsk cayenne pipar
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1 cúmín
2 tsk paprikuduft
2 tsk himalayasalt
Öllu hrært saman og svo er sett vatn út í þannið að þetta verður létt mauk. Slatta af möndlum (ca. 200 gr) sett út og velt upp úr þessu.
Bakað við 200°C í ca 10 mínútur en fylgist vel með, ekki gott að borða brendar möndlur.

RAUÐRÓFUSALAT: Þetta borðuðum við með flotta heimaræktaða lambinu sem ein úr hópnum átti í frystinum hjá sér.

3 dl soðnar rauðrófur ( helst lífrænar)
3 dl lífræn rauð epli eða græn
1 rauðlaukur
1 búnt af vorlauk
1 dós af 18% sýrðum rjóma

Öllu hrært saman og geimt svo í kæli.

LAMBAFILLE: Engin hlutföll hér

Lambafille
Ferskur hvítlaukur
ólífuolía
Oregano krydd
tímian krydd
Svartur pipar nýmalaður
Smá cayenne pipar
Sjávarsalt

Kjötið látið liggja í þessum legi í 1 sólarhring.

Síðan var bara drukkið te og vatn með þessu öllu og vatnið sjálfsögðu ekki í plastflöskum. Heldur í stálflöskum.

Gangi ykkur að reyna við eitthvað að þessu. Verði ykkur að góðu kæra fólk.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn