Jurtir til heilunar

Okkur voru gefnar jurtir til að nota þær ekki bara til að gleðja augað. Það eru mjög margar jurtir sem vaxa í kringum bæina okkar rétt eins og þær séu að láta að vita af sér.  Nærtækt dæmi um svoleiðis jurt er túnfífillinn, einnig njólinn.  Svo eru auðvita líka til jurtir sem eru ekki ætlaðar til inntöku.

 

FAÐIR LÆKNAVÍSINDANNA NOTAÐI JURTIR

Hippocrates (460-377 f.k.) sem kallaður er faðir læknavísindanna var fyrstur manna til að búa til vísindalegt kerfi í læknisfræði. Hann lagði alla hjátrú og galdra niður og bjó til sitt eigið kerfi í að sjúkdómsgreina. Hann vildi meina að allir sjúkdómar ættu sér náttúrulega örsök. Með þessu held ég að hann sé að reyna að víkja burtu þeirri hjátrú sem einnig ríkti fyrr á öldum hér á Íslandi, að nágranni þinn gæti galdrað sjúkdóm inn í þig.  Hippocrates notaði um 400 tegundir af lyfjum sem langflest voru úr jurtaríkinu.  Síðan helst læknisfræðin svona lengi vel þangað til  læknar fara að prófa sig áfram með ýmiskonar steinefni og önnur eiturefni sem höfðu svo slæmar aukaverkanir.  Það má segja að þarna séu fyrstu skrefin stigin sem kljúfi grasalæningar frá nútímalæknigum. Fram á þessa öld þá notuðu læknar mestmegnis jurtir til lækninga en fór síðan stöðugt minnkandi með tilkomu nýrra lyfja, sem auðvitað sum hver gerðu byltingu í lækningu á sumum sjúkdómum en þeim yfirfórst að það er ekki alltaf best það sem er nýtt.


LYF UNNIN ÚR JURTUM

Nú langar mig til að segja frá nokkrum jurtum sem eru bæði notaðar í nútímalækningum þá sem einangrað efni og í grasalækningum þá alveg heil jurt. Fyrst er það víðisbörkur en hann inniheldur mikið af salisýru samböndum sem úr er unnin salisýlsýra sem notuð er í aspirin töflur, það er að segja verkjastillandi og hitastillandi. Flestir vita að þessar töflur valda magabólgum ef þær eru teknar reglulega sem margir gera, sérstaklega við höfuðverk. Það eru svo aftur á móti færri sem að vita að í víðisberkinum eru önnur efni sem vinna gegn magabólgunum sem segir okkur að auðvitað eigum við miklu heldur að nota víðisbörk eða mjaðjurt sem inniheldur sama efnið. Skaparinn eða eða hver svo sem hannaði efnasamsetninguna, hefur svo sannalega vitað hvað hann/hún var að gera.
     Hormónar voru upphaflega  fengnir úr jurtum en núna, sennilega vegna kostnaðar, þá er þetta bara unnið á efnafræðistofu. Maríustakkur er líklega eina íslenska jurtin sem að inniheldur hormóna þó hún hafi aldrei verið notuð til framleiðslu á hormónum. Mörg lyf hafa einmitt byrjað á því að vera framleidd úr jurtum en hafa svo endað á að vera framleidd á efnafræðistofu. Stundum vegna þess að ekki er til nógu mikið af jurtinni en stundum líka vegna kostnaðar.
     Næstum 70% eða meira af lyfjum eru unnin úr jurtum og því skil ég ekki þegar fólk segir við mig “virka jurtirnar nokkuð?”. Ég segi bara en það þekkingarleysi. Það er bara þannig með jurtirnar að þær eru miklu mildari en lyfin sem eru unnin úr þeim, því er það þannig að fólk er oft ekki nógu þolinmótt í að bíða eftir því að jurtirnar fari að virka, stundum þarf reyndar ekkert að bíða. Það er eitt sem fólk verður að skilja, jurtir eru ekkert annað en lyf, bara ekki efnafræðistofu unnin lyf.


JURTIR SEM AÐ BYGGJA UPP MELTINGARVEGINN

Magabólgur: Bólgur í meltingarvegi eru frekar allgengar og orsakir geta verið margvíslegar. Dæmi um orsakir eru streita, ofdrykkja, lyf eða arfgengur veikleiki í lífæri sem er þá viðkvæmari fyrir áreiti.
     Jurtir til að bæta slímhúðina er nauðsynlegt að nota allan tímann en til að byrja með þá þarf einnig stundum að minnka framaleiðslu á magasýrum svo slímhúðin fái tækifæri til að jafna sig og þá er gott að nota mjaðjurt. Mjaðjurt hefur samandragandi áhrif vegna barkasýru og einnig inniheldur hún verkjastillandi efnið salisýlsýru eins og áður hefur komið fram. Ekki veit ég hvaða efni það er sem að dregur úr magasýrum en líklega eru það barkasýrurnar sem gera með því að hylja slímhúðina. Með mjaðjurtinni er nauðsynlegt að nota líka Baldursbrá/kamillu því þær eru báðar mjög græðandi fyrir slímhúðina, einnig róandi, vindeyðandi og krampastillandi. Það er kjarnaolía í kamillunni sem heitir gamma azulín sem hefur þessi græðandi áhrif.  Önnur jurt sem ég nota mikið fyrir fólk með magabólgur eða magasár er jurt sem kallast á íslensku regnálmur eða Slippery Elm á ensku en þessi jurt inniheldur mikið af slímefnum sem eru mjög góð til að mynda lag yfir slímhúðina svo að hún nái sér almennilega. Þessi jurt er einnig mjög góð við brjóstsviða og kemur oftast í duftformi og er því er mjög auðvelt að meðhöndla hana, það þarf bara eina teskeið út í vatnsglas fyrir mat.
Vindgangur: Hér einnig kamilla/baldursbrá sem er notuð eða/og fennel. Báðar þessar jurtir draga úr gasmyndun hvor á sinn hátt. Kamillan róar meltingarveginn og þannig getur dregið úr gasmyndun en það er kjarnaolían í fennel sem dregur úr gasmyndun.  
Magaverkur:  Ef magaverkur er út af meltingartruflunum þá er mjög gott að nota piparmyntu en hún slær mjög fljótt á magaverkinn. Virku efnin eru kjarnaolíur, þá aðallega menthol, þaðan kemur piparmyntulyktin. Hún er einnig vindeyðandi, bakteríudrepandi, örvar matarlyst, gegn gasmyndun, bólgueyðandi og örvar smálifur. Það er líka hægt að nota kamillu en mér hefur fundist hún ekki slá eins fljótt á verkinn.
Lítil matarlyst: Hægt er að örva matarlystina með jurtum sem innihalda beisk efni sem hafa áhrif á alla kirtlastarfsemina í meltingarveginum. Þar má helst nefna fífilinn og hvönnina en það eru ræturnar sem eru notaðar í báðum tilvikum. Það þarf að sjóða þær í um það bil 15 mín áður en soðið er drukkið. Til að örva matarlystina þá þarf að drekka þetta stuttu fyrir máltið eða u.þ.b. 15 mínútum fyrir máltíð. Báðar þessar jurtir virka líka mjög vel á lifrina, það er að segja þær örva gallframleiðslu í lifrinni.
Gyllinæð: Þetta er sjúkdómur eða einkenni sem margir þjást af en fáir þora að tala um. Fyrir þá sem ekki vita það þá er gyllinæð æðahnútur í endaþarmi eða óeðlileg víkkun á bláæð á því svæði. Þetta getur bæði verið rétt fyrir innan endaþarmsop eða fyrir utan. Þetta lýsir sér oftast þannig að það kemur smá blóð á salernispappír þegar fólk hefur hægðir.
     Orsakir gyllinæðar eru þær sömu og fyrir æðahnúta annars staðar í líkamanum, eins og arfgengur veikleiki í bláæðum, miklar stöður, meðganga, miklar setur, lyfta þungum hlutum og of lítið af trefjum í fæðu. Einnig þrýstingur í innri líffærum eins og hægðatregða, óletta, hósti, hnerra, uppköst og mikil líkamleg áreynsla.
     Það sem oft getur fylgt gyllinæð er kláði, sviði, verkur, bólga, pirringur, blæðing og poka myndun í endaþarmi. Algeng orsök kláða í endaþarmi er erting á slímhúð í endaþarmi vegna ofnotkunar á hörðum klósettpappír, sveppasýkingar, ormaveiki og ofnæmi. Blæðing er næstum alltaf í tengingu við innvortis gyllinæð og verður oftast fyrir, um eða eftir hægðir.
Það sem hægt er að gera er eftirfarandi:
Mataræði:  Þar er fyrst og fremst að borða nægt magn af trefjum. Hafa þá mikið af grænmeti, ávöxtum, baunum og grófu korni til að halda hægðum í góðu lagi.  Athugið að það er ekki bara mikið af trefjum í grófu korni eins og All bran sem stundum getur bara verið of mikið fyrir meltinguna að ráða við, fjölbreytt grænmeti er alls ekkert síðra.  
Jurtir:  Fyrir hægðatregðuna þá er gott að nota jurtir sem mynda einkonar slímbolta sem að smyr meltingarveginn og ýtir öllu á undan sér, kemur af stað eðlilegri hreyfingu á ristli. Jurtir sem þetta gera eru psyllium fræ, hörfræ og guar gum. Einnig er hægt að nota jurtir sem örva framleiðslu á galli í lifrinni, jurtir sem það gera eru fíflarót, hvannarót og njóli.
     Síðan þarf auðvita að styrkja veggina í bláæðunum en það er gert með hóp af efnum sem kallast flavóníðar og finnast meðal annars í hestakastaníu . Ég veit ekki um íslenska jurt sem inniheldur þetta efni en það er hægt að nota bætiefnið rutin sem vinnur með C vítamíni líka, því það er líka flavóníði sem styrkir bláæðavegg. Það er líka hægt að nota jurtir sem eru samandragandi sem innihalda barkasýrur en þær jurtir hafa neikvæða verkun á hægðatregðu. Það virkar mjög vel að setja út í krem jurt sem inniheldur mikið magn af barkasýrum og bera reglulega á gyllinæðina.
Stress magi: (Irritable bowel syndrome) Þetta er kvilli sem kannski hefur ekki verið mikið talað um hér á Íslandi, sjálfsagt vegna þess að ekki er hægt að sjúkdómsgreina með einhverjum rannsóknum og einkennin líkjast mörgum öðrum kvillum. Hér finnast nefnilega engin líkamleg einkenni heldur hefur oftast staðið yfir í dálítinn tíma lítil virk meltingarstarfsemi, einkennin eru oftast krampar í maga af öllu ómögulegu og mögulegu og það skiptist ýmist á hægðatregða eða niðurgangur. Það fylgir oftast mikil gasmyndun. Það sem þetta fólk á svo oftast sameiginlegt er að það er mjög viðkvæmt fyrir stressi, álagi og er oft mjög kvíðið fyrir hlutum sem það veit að það þarf ekki að vera kvíði fyrir. Það eru mest konur sem fá þennan kvilla.  Ég held að það sé algengt að fólk sé sjúkdómsgreint með sveppasýkingu þegar það hefur þennan kvilla því þetta er ekkert svo ósvipað.
     Þær jurtir sem ber helst að nefna fyrir þennan sjúkdóm eru jurtir sem að styrkja taugakerfið eins og ég talaði um í síðasta hefti af Nýjum tímum. Einnig þarf jurtir til að byggja upp slímhúð í ristli og þá er gott að nota jurt sem er kölluð Rrgnálmur eða læknastokkrós.  Einnig er gott að gefa kamillu við þessu því hún hefur svo víðtæka verkun í meltingarveginum. Það er þó fyrst og fremst taugakerfið sem þarf að laga.


FÆÐI SEM AÐ BYGGIR UPP MELTINGARVEGINN

Eins og flestir vita þá þarf meltingarvegurinn að vera í góðu formi til næring nýtist sem best.  Því við erum jú það sem við borðum og það er þá auðvitað grundvöllur að upptaka á næringarefnum sé eins góð og mögulegt er. Því er það mjög leitt þegar sumt fólk misþyrmir nánast lífærunum með sumum fæðutegundum.

Fæða sem byggir upp meltingarveginn:
Epli, allir síturs ávextir, melónur, ananas, hindber, þistilhjörtu, aspas, hvítkál, fífill, kartöflur, radísur, hýðishrígrjón, súrkál, jógúrt, hrár grænmetis safi og extra jómfrúar ólífuolía. Þessar fæðutegundir sem ég hef talið upp hér á undan hafa sérlega góð áhrif en svo eru auðvitað margar aðrar hollar fæðutegundir sem verða ekki taldar upp hér en gera líka gott.

Fæða sem rífur niður meltingarveginn:
Unnið kolvetni eins og hvítur sykur og hvítt hveiti, þetta tvennt er oftast notað í kökur, kex og súkkulaði.
Mjög mikil fita er heldur ekki góð, það er álag á líkamann.
Rautt kjöt er mjög þungmeltanlegt því er gott að hvíla sig á því ef eitthvað hrjáir meltingarveginn.
Kaffi er eins og flestir vita ekki gott þetta er ekkert annað en eiturlyf ég leyfi mér að segja. 3 bollar eru taldir vera í lagi fyrir þá sem ekkert hrjáir að en ef eithvað er að í meltingarveginum þá ætti fólk ekki að snerta kaffi.
Sítrus ávextir eru ekki góðir fyrir þá sem eru með magabólgur eða magasár.
Áfengi og meltingartruflanir eiga heldur ekki vel saman.
Einnig eru mörg litarefni og bragðefni ekki góð í magann.


 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn