Uppskriftir af facebokk síðu Jurtaapoteksins

Flott uppskrift af GLÚTENLAUSU brauði sem við erum mjög ánægðar með.

1 dl psyllium husk
1 dl Hafraklíð
1 dl Bókhveitimjöl
1 dl kókóshveiti
1 dl quinoamjöl
3 tsk lyftiduft
2 dl fræ ( sesam, sólblóma eða hröfræ)
1 tsk fínt sjávarsalt
1 egg
1 appelsína (safi úr henni) , má nota sítrónusafa í staðinn.
4 dl heitt vatn ( 2dl kalt og 2dl soðið blandað saman) mögulega smá meira

Þurrefnum öllum hrært saman og svo vatn, eggjum og appelsínusafi settur út í og hrært vel. 
sett í sílikonform eða form með bökunarpappír í, bakað við 1 kl. fyrst við 180°C og hitinn svo lækkaður í 150°C og bakað í 30 mínútur í viðbót.

MUNA SAMT AÐ STINGA PRJÓN OG SJÁ HVORT ER FULLBAKAÐ. Ef enn blautt þá þarf það að vera lengur.

Þarf ekki endilega að fara í form, má bakast beint á plötu.

Okkur hér í Jurtaapótekinu finnst þetta alla vega mjög gott brauð.

Verði ykkur að góðu.
Kolbrún grasalæknir

 

 

Hrogn

Er búin ad leita mikið á netinu að uppskrift ad hrognum, fann enga. Hèr hugmynd ad hollum kvöldmat. Ég sauð hrognin í 30 mínútur, gufusauð grænmeti, bakaði kartöflur med timíani og gerði svo uppbakaða sósu sem er
2 msk smjör
2 msk gróft spelt
Sodið af hrognunum
Dill
1/2 tsk grænmetiskraftur
Pipar 
Smá tamari sojasósa

Svo má ekki gleyma súrkálinu frá Vallanesi sem fæst hjà okkur í Jurtaapótekinu. Þad var mjög gott med. Hrogn eru mjög holl.

 

 

 

 

 

 

Baunakæfa

í afmælisveislunni okkar í desember 2014 þá gerði ég baunakæfu sem fólki fannst mjög góð, ég var beðin um að gefa uppskriftina. Ég skal reyna eins og ég get að muna hversu mikið og hvað ég setti í hana. Hún er soldið óhefðbundin, moong baunir og adukibaunir eru meiri lækningabaunir en aðrar baunir, því notaði ég þær í uppskriftina. Moong baunir eru til dæmis oft notaðar í hreinsikúrum og eru fyrir lifrina á meðan adukibaunir eru styrkjandi fyrir nýrun.

Baunakæfa úr moong- og adukibaunum:

4 bollar soðnar moong og adukibaunir
1/2 bolli ristað tahini ( monki)
1/3 bolli sítrónusafi
1 heill hvítlaukur
1 búnt steinselja
1/2 tsk cayenne pipar
2 tsk taas mazala ( krydd frá Pottagöldrum)
4 msk ólífuolía
1-2 tsk Keltneskt salt 
1/2 tsk karrý

Baunirnar þarf fyrst að leggja í bleyti í 12 tíma, láta suðuna koma upp og hella því vatni af ( til að minnka efnið sem veldur uppþembu) setja svo nýtt vatn á og láta svo sjóða í 1 klukkutíma. Baunirnar svo sigtaðar frá vatninu. Allt sett í blandara og smakkað til. Verði ykkur að góðu.
Kolbrún grasalæknir

 

Ávaxtakaka

Jæja þá fara jólin að nálgast og allur undirbúningurinn sem fylgir því. Ég hef í mörg ár gert jólaávaxataköku sem er bara nokkuð holl, enginn sykur en fullt af þurrkuðum ávöxtum og hnetum. Hún er því ekki í lagi fyrir fólk sem er að sleppa öllu sætu. Því þurrkaðir ávextir eru bara ansi sætir. Ég baka svo bara piparkökur líka fyrir börnin, þá er það upptalið. Ég er ekki mikil kökukona, er meira í því að baka kex og brauð. Læt því fylgja hér með uppskrift af uppáhalds kökunni minni. Ein sneið með smöri ofan er voða gott. Njótið.

 

Ávaxta og hnetukaka.

Döðlur m/steinum (ferskar eða hálfþurrkaðar) 225 gr
þurrkaðar aprikósur 225 gr
þurrkaðar gráfíkjur 225
heilar möndlur 100 gr
brasilíu hnetur 225 gr
egg 3
aprikósusulta 8 msk (fæst í heilsuhúsinu)
vanillu dropar 1tsk.
brandy 1msk.
smjör eða smjörlíki 75 gr
100 % heilhveitimjöl 75 gr
lyftiduft 1/2 tsk.
hunang 1 msk.

undirbúningstími: 30 mín.

Saxið ávextina niður í hæfilega stóra bita, hneturnar eru heilar. Blandið saman ávöxtum og hnetum, 1/2 desilítra haldið sér og notaður til skrauts. Hrærið eggin þar til þau eru létt og ljós, bætið þá sultu, vanilludropunum og brandýinu við og hrærið vel saman við. Bætið þá smá saman við mjúku smjörinu. Blandið síðan saman hveitinu, lyftiduftinu, ávöxtunum og hnetunum og hrærið því saman við hitt. Setjið bökunarpappír í form, ca. 23x12 cm., ausið deiginu í, dreyfið ávöxtunum og möndlunum sem eftir voru yfir og þrýstið þessu létt ofaní . Bakist við 150° í 1 1/2 klst.
þar til kakan er stíf viðkomu, leyfið henni að kólna í 10 mín. í forminu, setjið hana svo á grind og penslið hana að ofan með hunangi meðan hún er volg.

 

 

Jæja þá eru haustlægðirnar byrjaðar og aðeins farið að kólna. Svo þið verðið hraust og sterk í vetur er gott að fara að huga því hvað við veljum ofan í okkur. Ef við erum að sækja mikið í mjólkurvörur og þungan mat eru meiri lýkur á að við fáum kvef. Mjög gott er að gera sér haust-vetrarsúpu með fullt af flottu grænmeti eins og
Laukur
Sellerý
hvítlaukur
Chilli/cayenne pipar
rauðrófur
steinselja
Engifer

Svo væri gott að setja út í jurtir sem styrkja ónæmiskerfið
Hvannarfræ
Hvannarlauf
Hvannarrót
Króklappa
Sólhattur (rót)

Nota svo hollan kraft og mér finnst oft gott að setja sítrónusafa í lokin, þá minnkar væmna bragðið sem kemur ef maður notar of mikið af sætu grænmeti. 
Svo er mjög gott og hollt að setja 1 tsk af ógerilsneiddu mísói út í hvern súpudisk eftir á.

Verið dugleg að gera súpur í vetur. Þetta styrkir ónæmiskerfið.

Svo er einnig styrkjandi fyrir ónæmiskerfiða að sjóða bein með.

Íslenska kjötsúpan stendur svo alltaf fyrir sínu.

Verði ykkur að góðu kæra fólk,
Kolbrún grasalæknir

 

 

Er að fara í fjallgöngu núna. Þá tek ég með mér mix, sem er mjög steinefnaríkt svo ég hafi orku alla leið. Er að fara ca 15 km, því gott að taka gott nest með.

4 sellerýstönglar
1 lime
1/2 gúrka
2 lófar klettasalat
1 msk blómafrjókorn
vatn slatti
allt blandað saman.

Langar líka segir ykkur hvernig morgunrútínan mín er.

Volgt vatn með sítrónu í + bætiefnin sem ég tek.
Baðið mitt
grænt mix eins og fyrir ofan ef ég á.
Jógarútína - sólarhyllingin, yoga mudra, herðastaða og höfuðstaða.
5 mín. Hugleiða, kyrra hugann.
Morgunmatur
Glúteinlaus grautur með fræjum, möndlumjólk og kanildufti.

Ef ég byrja daginn svona er ég tilbúin í allt.
Tala ekki um ef ég tek svo smá dans í lokin þegar allt er búið.

Eigið góðan dag gott fólk og njótið.
Kær kveðja
Kolbrún grasalæknir

 

Kæru vinir veit að ég hef fjallað áður um hollan gerjaðan mat en af því að það er ekki hefð fyrir að nota þennan mat. Þá er þessi vísa aldrei of oft kveðin. Mísó er gerjaður sojabaunakraftur, sem hefir verið notaður í japanska matargerð lengi. Við erum að selja kraft sem er ógerilsneyddur ( og inniheldur því ennþá ensím og góðar bakteríur) frá Clearspring hann er látinn eldast í Sedrusviðarkút. Þetta er 400 ára gömul aðferð. Þetta er hægt að nota út í súpur, pottrétti, sósur eða nota bara sem álegg ofan á kex eða brauð. 1 tesskeið í 1 bolla af vatni, gott að setja út í þegar búið er að elda því annars drepum við ensímin. Því svo er nefnilega ti mísó gerilsneitt og þá er allt dautt ekki viljum við það.

 

 

 

 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn