Umfjöllun um bókina - Eymundsson

Betri næring - betra líf

Góð melting er undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Í þessari áhugaverðu og aðgengilegu bók rekur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir á skýran og einfaldan hátt hvernig meltingarkerfið virkar og hvernig hægt er að koma starfsemi þess í lag til frambúðar. Hér er að finna nákvæma lýsingu á heilunarferli í fjórum áföngum sem tryggir að meltingin sé í góðu horfi. Hverjum áfanga fylgja m.a. uppskriftir að spennandi réttum úr smiðju Kolbrúnar og Sólveigar Eiríksdóttur (Sollu á Gló). Kolbrún Björnsdóttir hefur starfað við grasalækningar í tæplega tvo áratugi. Hún hefur mikla og víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði, ekki síst þegar kemur að næringu og meltingu.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn