Súrdeigsbrauð

B = BOLLI

Hvernig er súrinn búinn til ?

1.1
½ B heilhveiti + ½ B vatn
er hrært saman í glerkrukku – henni er lokað með grysju og teygju – látið hana standa í stofuhita (23-28°c) nálægt ofni, t.d. í 2 til 3 daga. Hrærið daglega í og fjarlægið brúna skán. – Á þriðja degi byrjar blandan að bobbla  (gerjast) þá er bætt útí :

1.2
¼ B heilhveiti
látið þetta standa í einn dag – eftir það á að koma dauf súrdeigslykt – ef ekki þá á krukkan að standa í 12 tíma enn. Síðan er bætt útí :

1.3
½ B heilhveiti
deigið er nú þurrt. Eftir sex til átta tíma er súrinn tilbúinn – hann á fyrst að standa í hita – nú má nota hann beint í brauðdeig eða geyma í glerkrukku inní ísskáp með loki yfir. Á 7 daga fresti þarf að bæta við 2 – 3 matskeiðum af heilhveiti og vatnssopa. Vökvinn sem safnast ofan á er hellt af áður en bætt er í súrinn.

ATH: súrinn er bestur eftir nokkra mánuði – eftir því sem tímar líða þarf minna og minna af súrnum í sömu uppskrift.



2.1 Hvernig er súrdeigsbrauð búið til ?

Uppskrift af 2 x 1 kg brauðum:
3B súr og 5B 30° vatn – 8B heilhveiti
3 tsk salt ( kryddlauf eftir smekk)
Súrinn er leystur upp í vatninu – mjöli og salti er bætt rólega útí –
Deigið er hrært í skál í 10 –20 mínútur (áríðandi). Látið síðan standa með stykki yfir á hlýjum stað í ca. 12 klst en má vera allt að 24 klst.

2.2
Nú eru 3B af deiginu tekin frá og sett í lokaða krukku inní ísskáp og geymt til næsta baksturs.
2.3
Næst er bætt útí deigið: heilhveiti – kryddlaufi t.d. fjallagrösum eða fræ, t.d. sesam, sólblómkjarna, kerbiskjarna, mohnfræ og línfræ eða soðin grjón. – Deigið er hnoðað vel – t.d. hvert brauð fyrir sig – síðan sett í smurt form og látið hefa sig ( lyfta sér ) við 20 – 23° hita í 3 til 5 klst. Það þenst út um 30%

2.4
Bökun: þarf 10 mínútur við 230°og 40 mínútur við 190°hita – þá eru brauðin tekin úr  forminu og síðan bakað áfram í 5 mínútur – minni rúnstykki þurfa 20 til 25 mínútur.

2.5
Eftir að brauðin er köld er best að skera þau niður í sneiðar og setja þau síðan í plastpoka inní frysti. Og taka síðan brauð eins og þarf og rista jafnóðum og þau er snædd.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn