Glútenlaust brauð/bollur
1 dl psyllium husk
1 dl Hafraklíð
1 dl Bókhveitimjöl
1 dl kókóshveiti
1 dl quinoamjöl
3 tsk lyftiduft
2 dl fræ ( sesam, sólblóma eða hröfræ)
1 tsk fínt sjávarsalt
1 egg
1 appelsína (safi úr henni) , má nota sítrónusafa í staðinn.
4 dl heitt vatn ( 2dl kalt og 2dl soðið blandað saman) mögulega smá meira
Þurrefnum öllum hrært saman og svo vatn, eggjum og appelsínusafi settur út í og hrært vel.
sett í sílikonform eða form með bökunarpappír í, bakað við 1 kl. fyrst við 180°C og hitinn svo lækkaður í 150°C og bakað í 30 mínútur í viðbót.
MUNA SAMT AÐ STINGA PRJÓN OG SJÁ HVORT ER FULLBAKAÐ. Ef enn blautt þá þarf það að vera lengur.
Þarf ekki endilega að fara í form, má bakast beint á plötu.
Okkur hér í Jurtaapótekinu finnst þetta alla vega mjög gott brauð.
Verði ykkur að góðu.
Kolbrún grasalæknir