Hrökkkex - glúteinlaust

HRÖKKKEX glúteinlaust ( útfærð uppskrift frá Sollu)
1 dl Bókhveitiflögur
1 dl sesamfræ
1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
2 dl Bókhveitimjöl
2 dl Hrísgrjónamjöl
2 tsk vínsteinslyftiduft
2 tsk himalayasalt
1 1/4 dl ólífuolía
2 dl vatn

Öllum þurrefnum blandað saman, Solla ristar sólblóma- og graskersfræin (ég geri það stundum). Ólífuolían og vatnið sett út í og hrært vel. þessu er svo skipt í tvo hluta. Fer á tvær bökunarplötur. Best er að setja bökunarpappír unndir og yfir og fletja þannig út. Skerið hrátt deigið í passlega bita með borðhníf. Ég pensla ekkert yfir en Solla setur vatn eða olíu með pensli yfir. Bakið við 200°C í um 15-20 mínútur, en fylgist vel með samt gæti tekið styttri tíma fer eftir ofnum.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn