Betra líf
Mikil lífsgæði felast í því að viðhalda heilbrigðir bakteríuflóru í meltingarveginum. Hér má finna einfaldar en áhrifaríkar leiðbeiningar um hvernig má ná og viðhalda því ástandi í líkamanum.
Ferlið er í þremur áföngum og allar jurtir og olíur sem þarf fást hjá okkur í Jurtaapótekinu.
LEIÐBEININGAR UM BETRA LÍF MEÐ BÆTTRI NÆRINGU
Bataferlinu er skipt upp í nokkra áfanga sem geta tekið samtals allt frá hálfu ári upp í ár, alveg eftir ástandi líkamans. Munið bara að hlusta á líkamann og fara eftir skilaboðunum sem hann gefur. Með því að fara þessa leið leggur þú grunn að allri almennri heilsu, meltingarvegurinn fer að starfa eðlilega, slímhúðin verður frísk og heilbrigð og öll starfsemi í meltingarvegi verður virk. Svo fá margir aukabónus í leiðinni, léttast, verða liðugri og ýmisir líkamlegir og andlegir kvillar hverfa.
Matur sem á að taka út alveg í byrjun:
Allur eftirfarandi matur á ekki að vera á boðstólum í sex mánuði . Fylgið svo leiðbeiningum fyrir hvern áfanga hér að neðan. Þar er nákvæmlega tekið fram hvað má borða – annað má ekki borða.
- Sykur: Allt einfalt kolvetni sem eru einsykrur og tvísykrur. Sykur, hrásykur, hunang, hreinn ávaxtasykur, þurrkaðir ávextir , agave-síróp, hlynsíróp, tilbúnir ávaxtasafar í fernum (þeir eru oftast af minni gæðum en ávaxtasafar í flöskum), ávaxtate, sætt kakó, sætt súkkulaði, xylitol, aspartame, nutra sweet, maltodextrin, súkkrós, mannitól, sorbitól, monosaccaride, polysaccaride og melassi. Mörg þessara efna sem talin eru upp hér að framan má finna í innihaldslýsingum á mörgum vörutegundum. Munið því að lesa vel utan á allt sem þið kaupið, svo lærist þetta.
- Korn: Allt hreinsað korn er í banni í öllu bataferlinu, hvítt hveiti, hvít grjón, hvítt pasta og önnur matvæli sem unnin eru úr korni sem búið er að hreinsa. Einnig korn sem inniheldur ger eða sykur. Sem þýðir að allt venjulegt brauð er bannað.
- Tekið er fram í hverjum áfanga fyrir sig hvenær hinar einstöku korntegundir eru leyfðar. Kókosmjöl er í banni allan tímann.
- Ger/gerjaður matur: Ger, gerbrauð, bjór, vín og annað áfengi, grænar ólívur, sveppir, snakk með osti (vegna þess að ostur er gerjaður), ostur, sýrðar mjólkurvörur, sinnep, tómatsósa, Worcester-sósa, grillsósa, sojasósa, tamarisósa, edik, eplaedik, tófú, tempeh, majónes, unnar kjötvörur, trufflur, melónur, löngu malað kaffi, gamalt te og gamlar jurtir. Jurtir, krydd, te og löngu malað kaffi myndar gró í sér með tímanum. Matarafganga má nota dagsgamla en ekki eldri en það. Allar hollustugerjunarvörurnar eru svo leyfðar á ný á þriðja mánuði (sjá 3. áfanga).
- Ávextir: Ferskir ávextir eru ekki leyfðir fyrstu þrjá mánuðina nema með smá undantekningu í áfanga 2. Þurrkaðir ávextir eru í banni allan tíman og eru ekki leyfðir aftur fyrr en að lokinni endurreisn meltingarkerfisins, eftir 6–12 mánuði.
- Grænmeti: Sveppir.
- Hnetur: Jarðhnetur og pistasíuhnetur hafa myglu á sér sem er ekki góð fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir myglu og geri. Jarðhnetur geta einnig haft á sér eiturefni sem kallast aflatoxín sem er framleitt af myglusveppnum Aspergillus flavis sem lifir á jarðhnetum. Aflatoxín getur verið krabbameinsvaldandi. Hnetusmjör er því ekki leyfilegt og heldur ekki salthnetur.
- Mjólkurvörur: Unnar mjólkurvörur – sem eru í raun allar mjólkurvörur. Fyrsta mánuðinn má ekki láta ofan í sig neinar mjólkurvörur þó að þær séu ógerilsneyddar vegna þess að kolvetnið í mjólkinni er tvísykra sem er næring fyrir slæmu bakteríurnar. Smjör og rjóma má svo fara að nota í 2. áfanga. Athugið samt að margir sem eru með viðkvæma meltingu eru með mjólkuróþol, ýmist prótein- eða sykuróþol. Þið verðið því bara að hlusta á líkamann ef þið eruð ekki viss.
- Kjöt og fiskur: Unnar kjöt- og fiskvörur. Sleppið einnig þurrkuðu, reyktu og edikslegnu kjöti og fiskmeti. Það þýðir að harðfiskur er bannaður.
- Krydd: Ekki nota nein krydd með þriðja kryddinu sem hefur mörg nöfn eins og MSG, E-621 (notað á íslensku vörurnar), monosodium glutamate (notað á erlendu vörurnar). Best er að styðjast við þá reglu að nota ekkert með efni sem þið skiljið ekki og vitið ekki hvað er. Það er í ýmsum tilbúnum mat, pakkasúpum og sósum. Notið eingöngu hreinar kryddjurtir eða kryddjurtablöndur þar sem eingöngu salti er bætt við krydjurtirnar. Gætið ykkar á því að það er sykur í sumum kryddblöndum.
- Annað: Kolsýrt gos.
1. áfangi
2-4 vikur:
Ef fólk er mjög grannt þá ráðlegg ég því fólki að fara beint í 2. áfanga eða fá leiðbeiningar hjá grasalækni eða öðrum sem kann á þetta.
Efni sem þarf í 1. áfanga
1) Gripnir duft eða hylki / er sveppadrepandi og blóðhreinsandi (hreinsar nýru og lífur). Fyrir fólk sem er viðkvæmt í maga þá er þetta nóg sem sveppadrepandi og kannski smá auka ólífulauf með. 3 hylki/1 tsk duft * 3 á dag fyrir mat.
2) Vaðgelmir duft eða hylki / inniheldur jurtir sem hreinsa ristil. Inniheldur leir, husk, þara og fleira. Þær hreinsa ekki einn tveir og þrír heldur taka 2-3 mánuði að hreinsa, því er mikilvægt að taka þessa blöndu í 2-3 mánuði til að fá fulla virkni. 3hylki/1 tsk * 3 á dag fyrir mat.
3) Skjöldur duft eða hylki / nauðsynleg fyrir þá sem þurfa að næra og styrkja slímhúð í meltingarvegi. 3 hylki/1 tsk * 3 á dag fyrir mat
4) Fönn blanda af ilmkjarnaolíum og grunnolíu. Er mjög sveppa og bakteríudrepandi. Er of sterkt í maga fyrir fólk með magabólgur. 15 dropar þrisvar á dag í 1 mánuð.
5) Hörfræolía eða önnur sambærileg góð omega 3 olía 2 msk á dag.
7) Ekki endilega nauðsynlegt að taka hér góðan acidophilus því það er verið að drepa svo mikið en má taka eina Trenev Trio á dag.
8) Fjölvítamín frá Solaray vegna þess að það vantar sum næringarefni í matinn. Sérstaklega B-vítamín.
Allar jurtablöndurnar, hörfræolíu og mjólkursýrugerla má fá í Jurtaapótekinu að Skipholti 33 eða í vefversluninni www.jurtaapotek.is .
Matur sem má borða í fyrsta áfanga
Eftirfandi mat má borða í fyrsta áfanganum – og ekkert annað.
Prótein:
Egg
Lambakjöt
Nautakjöt –lífrænt ef þess er kostur.
Kjúklingur – athugið að lesa innihaldslýsingu. Það er ýmsu bætt út í hreint kjúklingakjöt.
Villt kjöt (rjúpa, svartfugl, gæs, lundi og hreindýr).
Allar fisktegundir – ómeðhöndlaðar. Athugið að eldisfiskur getur innihaldið sýklalyf.
Miklu máli skiptir að allt þetta sé vel soðið því annars fáið þið bara fleiri rotnunarbakteríur inn í líkamann, þetta á bæði við fisk og kjöt. Samt ekki ofsoðið, því ofsoðinn fiskur er ekki góður.
Allar baunategundir – mungbaunir, adukibaunir, rauðar nýrnabaunir, linsubaunir, kjúklingabaunir, smjörbaunir og allar hinar baunategundirnar. Mungbaunir og adukibaunir afeitra líkamann. Baunir eru lagðar í bleyti og soðnar við hægan hita.
Fræ – sesamfræ, chiafræ, hörfræ, sólblómafræ, graskersfræ, hampfræ og birkifræ.
Hnetur – brasilíuhnetur, pecanhnetur, möndlur, kasjúhnetur, valhnetur, furuhnetur og heslihnetur. Hráar hnetur og fræ meltast betur ef lagt er í bleyti yfir nóttina og einnig skolast í leiðinni burt gró sem geta myndast.
Notið möndlusmjör, kasjúsmjör og tahini (sesamsmjör). Best er að geyma þetta viðbit í ísskáp. Þetta er ekki notað í staðinn fyrir smjör heldur sem próteinríkt álegg.
Í fyrstu er betra að borða meira af kjöti og fiski heldur en baunum og hnetum. Nema þið látið baunirnar spíra og leggið hneturnar í bleyti.
Grænmeti:
Allt grænmeti (að sveppum undanskildum) og mikið af því, sérstaklega af sterkjulitlu grænmeti. Spergilkál er sérlega gott, sem og hvítkál, rósakál, blómkál, hvítlaukur og engifer. Einnig er sellerírót, steinseljurót og sellerí mjög gott. Svo er bara að muna eftir öllu grænmeti sem er til og nota það á eins fjölbreyttan hátt og hægt er.
Borða minna af kartöflum, sætum kartöflum, rófum, graskerjum og gulrótum fyrsta mánuðinn en svo má nota þetta grænmeti frjálslega eftir það. Þetta sæta grænmeti er betra þegar það er hrátt heldur en þegar það er soðið.
Hér þarf að hlusta á líkamann, því það er auðvitað ekki eðlilegt mataræði að sleppa alveg öllu korni. Kolvetnið kemur þá bara frá grænmeti, baunum og fræjum. Það er mikilvægt að þú hafir hætt að borða hvítan sykur, hvítt hveiti og ger áður en þú byrjar á þessu. Því annars verða fyrstu dagarnir svo erfiðir.
Drykkir:
Vatn, jurtate (ekki ávaxtate), grænmetissafar (heimapressaðir) og ekkert annað. Drekktu 30 ml af vatni/te/safa fyrir hvert kíló af þinni líkamsþyngd á dag.
Ávextir:
Sítrónur, límónur og kókosvatn (ekki kókosmjöl).
Mjólk:
Kókosmjólk, sesammjólk, möndlumjólk (heimatilbúin) og engar aðrar mjólkurvörur. Einnig er hægt að nota sojamjólk en hún er bara ekkert mjög æskileg fyrir meltingarveginn – það hefur komið á daginn hjá fólki sem hefur notað sojamjólk mjög lengi að hún hefur veikt meltingarveginn. Venjuleg mjólk er ekki í lagi vegna þess að hún inniheldur tvísykru (einfalt kolvetni).
Krydd:
Allt ferskt krydd og þurrkað sem inniheldur ENGIN aukaefni. Notið ekki krydd sem eru meira en árs gömul, gömul krydd og jurtir innihalda gró (myglu). Maldonsalt, himalajasalt og sjávarsalt – notið ekki það sem kallað er borðsalt.
Þang:
Söl, kombuþang, wakameþang, arameþang og noriþang. Hægt að nota í salöt, súpur og pottrétti.
Olíur:
Notið helst lífrænar og kaldpressaðar olíur því þá eru öll næringarefnin enn í olíunni. Hér á eftir er yfirlit yfir hvaða matarolíur eru ríkastar af ómegaolíu. Olíurnar innihalda allar fleiri en eina gerð af ómegaolíu, hér að neðan kemur einungis fram hvaða gerð ómega er mest af í hinum mismunandi olíum.
Ólífuolía (ómega 9 ), kókosolía (mjög lítið af ómega en mest af olíu- og palmitínsýru), sesamolía (ómega 6), sólblómaolía (ómega 6) , graskersfræjaolía (ómega 6 og ómega 9, jafnmikið), hörfræjaolía (ómega 3), hampolía (ómega 6), hafþyrnisolía (ómega 6 og ómega 9, jafnmikið af hvorri) og kvöldvorrósarolía (ómega 6).
Kókosolía og ólífuolía eru báðar sveppadrepandi og þess vegna er mjög gott að nota eina matskeið á dag af hvorri olíu.
2. áfangi
2-4 mánuðir:
Matur sem kemur inn:
- Glúteinlaust korn : Bókhveiti, maís, quinoa, hirsi, hrísgrjón, teff,
- Ef mjólkur vörur eru í lagi þá SMJÖR og rjómi.
- Ber og epli (en ekki vínber)
Efni sem þarf að taka:
Sama og í 1. áfanga nema af Fönn eru teknir 15 dropar 2 sinnum á dag í 2 mánuði.
3. áfangi
2-4 mánuðir:
Matur sem kemur inn:
- Glúteinkorn – Heilhveiti, spelt, kamut, bygg, rúgur og hafrar.
- Gerjaður hollur matur - fólk sem er viðkvæmt fyrir myglu gæti þurft að halda sig lengur frá þessum mat. Þessi matur er samt mjög mikilvægur fyrir allt ferlið, alveg nauðsynlegt að setja þennan mat inn. Súrkál, ógerilsneitt eplaedik, miso, temphe, tamari sojasósa, lífrænt hreint jógúrt, ógerilsneidd mysa, molkosan, kornspírusafi (mest hrifin af), mjólk beint úr kúnni, lífrænt hvítvín, balsamik edik og ferskir ostar (fást ekki á Íslandi).
- Ferskir ávextir - nú má setja inn alla ávexti, en gott að byrja fyrst á þeim súru og halda áfram að hafa þessu sætu í hófi.
Efni sem þarf að taka:
a) Ægishjálmur - blanda af mörgum jurtum sem næra og styrkja
b) Fönn 15 dropar einu sinni á dag eða sleppa og einbeita sér vel að góðu bakteríunum í acidophilus töflum og gerjaða matnum
c) Hörfræolía – omega 3 olíur er eitthvað sem maður á alltaf að taka sama hvað gengur á
d) Trenev Trio 2-3 sinnum á dag eða minna eftir þörfum allt niður í eina á dag. Gott er að taka 2 vikur í að fá meira og muna að taka ekki Fönn á sama tíma og trio eða aðra mjólkursýrugerla.
4. áfangi
Er í raun sama mataræði og í 3. áfanga sem við kryddum af og til með þurrkuðum ávöxtum og öðru góðgæti.
Ef þú gerir flesta daga eins og lýst er í 3. áfanga er þá ert þú í fínum málum þrátt fyrir að gera eitthvað sem þú átt ekki að gera öðru hvoru, það má bara ekki vera of oft.
Gangi ykkur vel,
Kolbrún grasalæknir