Konur og jurtir
Inngangur
Geta náttúrulæknigar gert eitthvað fyrir konur á miðjum aldri? Og hvað gera þær þá fyrir þær. Þær hreinsa kerfið og skilja eftir pláss , sem þá auðvita léttir á kerfinu. Jurtirnar þær geta gefið líkamanum mjög góða næringu til að byggja upp líkamann og jafna hormónakerfið.
Um leið og við erum tilbúin til að sleppa þá detta lögin af hvert af öðru og við erum þá tilbúin til að taka nýtt inn. Við verðum að breyta þessari tilfinningalegu sorg sem við höfum og að ímynda okkur að við höfum misst eitthvað. Í staðinn fyrir að allt leitar niður og út þá þurfum við að leita upp og inná við með bænum og hugleiðslum. Til að styrkja okkur andlega því það er sú hlið sem verður sterkari eftir því sem árin líða. Við erum stöðugt að taka inn fram til 40 - 50 ára þá kemur að því að það er bara allt fullt og það kemst bara ekki meira fyrir. Þá fer lokið að losna og ýmislegt fer að flæða út. Líkamlegir kvillar spretta upp sem við kunnum kannski enga skýringu á. Þess vegna er það svo mikilvægt að við tökumst á við hlutina um leið og þeir koma upp, því ef við bælum þá verða þeir bara verri þegar þeir koma upp aftur. Auka hormónagjafir nefnilega bæla og hægja á þessum þroska. Sömu tilfinningar og kvillar geta svo komið upp þegar konur ætla að hætta á þeim. Já, andlegi þroskinn verður þá ekki eins og hann ætti að vera.
Þetta eiga að vera örugg ár breytinga yfir í ár visku en læknar sjá þessi ár eins og sjúkdóm, þeirra rannsóknir munu finna sjúkdóm og þá geta þeir sannfært konu um að svo sé. Það er þessi æskudýrkun sem við þurfum að losa okkur við úr þjóðfélaginu, ég er ekki að tala um að við þurfum ekki að halda okkur vel við þvert á móti hugsa vel um okkur og þykja vænt um okkur og elska sjálfan sig. Það er ekki hluti af því að verða gamall að verða þunglyndur, gleymin, þreyttur og kalkaður. Kvensjúkdómalæknar og lyfjaframleiðendur þeim tekst að planta fræji af hræðslu í konur að um leið og þær eru komnar í gegnum breytingarskeiðið þá muni líkami þeirra hrörna upp og falla saman í marga parta nema þær séu á hormónagjöfum frá þeim. Það þarf að þurrka burtu þetta nækvæða tal um breytingaraldurinn og tala um hann í jákvæðu formi.
Kona á að nota hennar visku, sannleika og skilning á lífinu sjálfu. Konur geta verið áfram sterkar, aðlaðandi og geislandi í gegnum allt þeirra líf það er það sem kemur hérna innan frá sem segir okkur allan sannleikann um okkur sjálfar.
Það er auðvitað satt að sumar konur þær finna virkalega fyrir þessum breytingum, það getur þá oft verið afleiðing af ofnotkun á þeirra orku fyrir breytingarskeiðið. Þá á ég við stöðugt stress í langan tíma, það dregur mikið úr nýrnahettunum þær verða orkulitlar og eru þá ekki eins vel undir það búnar að taka við af eggjastokkunum. Það eru líka fleiri staðir í líkamanum sem framleiða estrogen eftir að eggjastokkarnir minnka sína framleiðslu. eins og húðin, vöðvar, heilinn, heiladingullinn, hársrætur og líkamsfitan. Og því betur sem þessi lífæri eru komin á sig því betur líður okkur í gegnum þessar breytingar. En það eru aðallega nýrnahetturnar sem taka við því þurfum við að hugsa mjög vel um þær.
Við getum svo notað jurtir og fleira frá náttúrunni til að bæta og styrkja ef þess þarf með. lifrin er einnig kirtill sem býr til androgen hormón sem verða svo að estrogeni.
HITAKÓF:
Verða þegar breyting hefur orðið á hormónastarfseminni í líkamanum. Farida segir að því meiri eiturefni , ójafnvægi , stress og tilfinningalegt ójafnvægi því verr eru hitakófin, það geta líka verið boð um ómeðvitaðar stíflur í líkamanum. Þegar líkaminn er svo kominn í jafnvægi þá minnka og hverfa hitakófin
JURTIR : Maríustakkur hann inniheldur jurtaestrogen líka hormóma, Einnig er gott að nota jurtir sem örva starfsemi lifrarinnar eins og Njóla, Fíflarót og hvannarót. Ylliblóm sem fæst í búðum það er notað til að lækka hita þegar fólk er með hita og getur það líka verið mjög gott, líka vegna þess að það inniheldur mikið kalíum. Einnig jurtir til að styrkja nýrnahetturnar.
FÆÐI: Jákvætt, Sojafæða, heil korn ( ‘I korni er efni sem að örvar framleiðslu á endorphiniog örvar heiladingul í sinni framleiðslu) og þang
Neikvætt, heitur, kryddaður matur, mjög súr matur og drykkur, kaffi, vín, sykur, kjöt fita, heit böð, sauna, tópak, mjög miklar líkamsæfingar og mjög heitar miklar tilfinningar eins og öfund og reiði.
NÆRING: E-vítamín 400-500a.e getur haft jákvæð áhrif áhitakófin, drottnigarhunang og kvöldvorrósarolía.
SVEFNLEYSI:
Það getur stafað af mörgu , oft út af áhyggjum. Númer eitt tvö og þrjú er að slappa af og það er hægt að gera ýmislegt til að hjálpa við því.
JURTIR: hægt er að nota jurtir sem eru bæði styrkjandi og róandi fyrir taugakerfið. Styrkjandi eru Jónsmessurunni, járnurt.
Jónsmessurunni 50 gr
Járnurt 50 gr
1 msk í hvern bolla af soðnu vatni og látið standa í 15 mín. sinnum þrisvar á dag.
FÆÐI: Ekki borða rétt áður en farið er að sofa. Stundið reglulega hreyfingu hvort sem það er leikfimi eða góð hreyfing .
ANNAÐ: Ilmolíubað Lavendel 4 dropar í bað, jurtabað, nudd, svæðanudd, tónlist, slökunartónlist og hugleiðsla. Farida segir að hugleiðsla sé sem blívur.
SLÍMHIMNU BREYTING:
Í leggöngum er oftast út af estrogen minnkun íu slímhúðinni, það verður minni slímmyndun. hormónagjöf er venjulega læknisráðið en það er margt annað hægt að gera. Fyrst og fremst verið sveigjanlegar og ungar í anda. Styrkið nýrnahetturnar með hjólkrónu og taugakerfið. Einnig er mjög gott að hriensa líkamann og fylgja hreinsifæði í nokkra mánuði til að losa um stíflur.
FÆÐI: Borðið kalíum ríka fæðu ( Allt grænmeti, bananar, sítrus ávextir, tómatar, sólblómafræ, kartöflur , mjólk og sojabaunir). Alfalfa spírur þær innihalda estrogen líka hormóna. Minnkið alkahól, tópak, gosdrykki plús sódavatn líka og sykur.
NÆRING: E-vítamín og kvöldvorrósarolía smyrja slímhúðina.
JURTIR: te af klóelftingu, lakkrís, salvíu og humal er gott því sumar af þessum jurtum innihalda jurtaestrogen líka hormóna. Það er líka gott að setja út í jurtir sem að græða upp slímhúðin eins og morgunfrú og jósndmessurunni.
ANNAÐ: Hægt er að sjá fyrir sér heilbrigða slímhúð, hægt er að nota náttúrulegar olíur til að mýja slímhúð eins og hveitikímsolía, kókósolía og E-vítamínolía. Eða bara hvaða hreina matarolíu sem er.
BEINÞYNNING:
Er það sem konur hræðast hvað mest og oft að ástæðulausu og þær konur sem eiga virkilega við vandamál að stríða þær hafa uma aðrar leiðir að velja heldur en bara hormónagjafir. En það er oft látið sem það sé ekkert annað. Það er auðvita margt sem spilar þarna inn í
1) hreyfing á ladrinum fyrir breytingarskeið er mjög mikilvæg
2) Kona getur erft smáa beinbyggingu og það eykur á líkur á beinþynnigu.
3) nægt kalk magn frá 30 ára spilar inn í
4) stress og spenna er líka orsök
5) það þarf að vera jafnvægi í samsbili á kalki, magnesíum, fosfór og kísilmagni.
6) Skjldkirtillinn og kalkkirtlarnir þurfa líka að vera í jafnvægi til að rétt upptaka á kalki eigi sér stað.
7) Meltingarkerfið það þarf að starfa rétt til að nægt magn af næringarefnum sé tekið upp.
8) Súrt blóð það býður beinþynningu heim og það getum við lagað með réttu mataræði, taka sress úr okkar lífi, minnka kjöt prótein, draga úr tilfinnigalegu ójafnvægi og hreinsa líkamann.
Beinþynning og kalkskortur getur byrjað fyrir miðjan aldur út af stressi, lélegu mataræði, of miklar æfingar og lystarstol. Það er mikilvægt fyrir henni að leyfa sér fitna örlítið á þessum árum því þá nær hún að framleiða fleiri hormón eftir því sem árin líða. Læknir sem skrifar og segir að það sé miklu allgengara að beinþynning byrji jafnvel 25 - 35 ára og þá er það allsekki út af minni hormónum heldur lífstíll þessarra kvenna. Það er því mikilvægt að byggja sig upp fyrir þennan tíma og borða mikið af grænu grænmeti og fæðu sem inniheldur mikið af kalki og draga úr notkun á draslfæðu og miklu magni af kjöt próteini. Kalk getur gefið boð um að það vanti , krampar í fótum og höndum, góm og tannvandamál, gómsýkingar, lausar tennur, svefnleysi, bakverkur og hæðarminnkun. þegar er skortur á kalki þá örva kalkkirtlar losun á kalki annarsstaðar úr líkamanum þar sem verið er að geyma kalk eins og úr beinum, bandvef og liðum.
FÆÐI: Haframjöl, þang, tahini, tófú, molassi, grænt lauf grænmeti. Einnig er gott að drekka eplaedik og hunang til að rétta af sýru og basa stig líkamans. Möndlur eru einnig mjög góðar, sardínur og sólblómafræ. Forðist salt , mikið kjöt og fæðu sem inniheldur mikið af oxalic sýru eins og rabbabara, spínat og jarðaber. Forðist gos, hvítt hveiti, kaffi , vín, og unnin mat sem dregur úr kalknýtingu. Kjöt og gos hefur mjög hátt hlutfall af fosfór sem að reynir að halda réttu hlutfalli milli fosfórs og kalks í líkamanum þetta leiðir til þess að kalk er dregið út úr beinum til að jafna upp þetta hlutfall þess vegna eru grænmetis ætur í minni hættu vegna þess að þarf ekki að keppast við þetta hlutfall ´líkamanum.
NÆRING: Kalk 600- 700 mg á dag
magnesíum 300 - 400 mg á dag
mangan 2,5 mg á dag
borón 2- 12 mg það finnst í ávöxtum, hnetum og grænmeti, það minnkar kalk í þvagi og um leið eykur estrogen í blóði.
D-vítamín 350 a.e á dag Þetta er hægt að fá úr lýsinu
Zink 15 mg á dag
Kopar 2 mg á dag þang, möndlur, baunir, rúsínur, grænt lauf grænmeti.
Fólin sýra 4 míkrógr. hveitikím, hnetur, brokkólí, lifur, grænt grænmeti. Kísill, Beta karótín er nauðsynlegt til að við halda slímhúð í meltingu til að geta tekið upp þau næringarefni sem þarf á að halda.
JURTIR: Klóelfting er aðal jurtin sem við notum vegna þess að hún inniheldur svo mikið af kísilsýru. Sem að getur búið til kalk sem fer aftur í beinin en venjulegt kalk viðheldur bara því magni sem er það verðu ekkert meira . Brenninettla og Fíflablöð eru einnig mjög góðar.
Jóga er svo góð æfing til að halda líkamanum sveigjanlegum og beinunum líka.
NÝRNAHETTURNAR:
FÆÐI: sjávarþang er gott vegna þess að það inniheldur mikið af snefilefnum og steinefnum og efnum sem að hjálpa líkamanum að hreinsa sig af eiturefnum , borðið mikið af ferskum mat, lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum . Það er allgengt að þegar við erum búnar með orkuna í nýrnahettunum þá sækjum við í súkulaði og er það sérstaklega til að uppfylla magnesíum og kopar skammt sem við þurfum, sem er auðvita betra að fá í gegnum fæðuna okkar. Einnig er gott að borða B-vítamín , C-vítamín, Zink og mangan ríka fæðu, þessi fæðubótarefni eru nauðsynleg til að byggja upp nýrnahetturnar.
JURTIR: Hjólkróna, ginseng er gott að taka einnig er gott að taka jurtir sem að styrkja taugakerfið því þarf að vera sterkt til að geta tekið á móti stressi. Róandi jurtir eru líka góðar.
ANNAÐ: Gefið ykkur tíma til að slaka á, stunda einhverja leikfimi, fara í göngur út í náttúrunni, ekki eiða orku eða tíma á fólk sem að er ekki þess virði, lærið að segja nei og gerið allt í hófi.
LIÐIR OG VÖÐVAR:
mjög allgengt að þegar fólk eldist þá fer það að finna til í liðum fólk þarf ekki endilega að ganga í gegnum þetta bara af því það er orðið gamalt. Þetta er að miklu leyti áunnið, við höfum skapað þetta sjálf með röngum lifnaðarháttum. Hormónabreyting og kalkójafnvægi í beinum og blóði plús of súrt fæði og uppsöfnuð eiturefni koma af stað ójafnvægi í líkamanum sem að lokum leiðir til bólgu í líkamanum.
FÆÐI: Borðið 80% basískt fæði (sjá, uppskriptir fyrir basískt fæði), Takið hörfræ og kvöldvorrósarolíu reglulega, dragið úr tómötum, sykri, kartöflum, eggaldini, sítrusávöxtum og þriðja kryddinu. Drekkið nóg af vatni og ferskum grænmetissöfum. Bætið einnig þangi inn í fæðuna ykkar.
JURTIR: Horblaðka, Birki, vallhumall, víðir, Djöflakló og ginseng geta hjálpað . Sumar þessara jurta þær innihalda salisylic sýru sem að er verkjastillandi og bólgueyðandi, aðrar þær örva blóðflæði og fá hlutina á hreyfingu.
ANNAÐ: Haldið blóðinu og á líkamanum í góðri hreyfingu með sundi , jóga, böngum eða tai chi. málið er bara halda sér sveygjanlegum í öllu líka lífinu sjálfu
OFNÆMI:
Það er margt sem spilar þar inn í , bæði vegna þess að líkaminn hægir á sér og líka vegna þess að við höfum hlaðið líkamann af eiturefnum, svo spilar stress, áhyggjur, svefnleysi og tímabundnar áhyggjur eins og börnin farin að heima og skilnaður. Þetta allt spilar inn í og veikir ónæmiskerfið.
FÆÐI: Forðist slímmyndandi og sýrumyndandi fæðu, einnig fæðu með aukaefnum og sykri. Það er nauðsynlegt að breyta mataræðinu og fara ná jurtir sem hjálpa líkamanum að hreinsa sig sjálfan. Basíska fæðan er auðvita góð. Grænmeti ferskt og safar eru mjög áhrifaríkir í að efla ónæmiskerfið.
JURTIR: Notið jurtir sem að styrkja nýrnahettur, taugakerfi og ónæmiskerfið. Jurtir fyrir ónæmiskerfið eru Sólhattur, blóðberg, fjallagrös, gulmaðra, hvítlaukur, söl og jurtir sem að styrkja lifrina.
BLÖÐRUVANDAMÁL:
Það eru líklega sömu orsakir og að ofantöldu , bara ofnotkun á líkama, stress, of súr líkami og ekki hreinn. svo getur auðvita verið veikleiki í blöðrunni sjálfri eða nýrum.
FÆÐA: forðist alkahól, súra fæðu og mikið kryddaðan mat. Það er einnig hægt að nota byggvatn það jafnar sýru og basastig.
JURTIR: búkkú og læknastokksrós til helminga þrisvar á dag er mjög gott. 1 tsk af hvoru í 1 bolla soðið vatn látið síast í 15 mínútur sinnum þrisvar á dag.
Það er líka hægt að nota sortulyng 2 tsk í tvo bolla af vatni og látið sjóða í 45 mín eða þangað til 1 bolli er eftir. Þetta breytir sýru og basastigi í blóðinu.
ANNAÐ: Drekka eplaedik 1-2 msk í vatnsglas á dag.
LOFT Í MAGA:
Fennel 50 gr
piparmynta 50 gr
kamilla 50 gr
1 msk í 1 bolla láta síast í 15 mín #3 á
SVEPPASYKING:
Vegna ójafnvægis í líkamskerfi.
EINBEYTINGAR-OG MINNISLEYSI:
Hér er það sérstaklega minna blóðflæði upp í heila sem er orsökin, en einnig, hormónabreyting. Farida segir að þetta geti líka verið ábending um að notkun heilans sé að færast meira yfir í hægra heilahvel þar sem á sér stað órökstuddar hugsanir og staðinn fyrir að bæla þetta niðri þá leyfið þessu að flæða og leyfið svarinu að koma upp á yfirborðið. Æðakölkun getur líka verið í gangi.
FÆÐI: Forðist egg, olíu, fitur, salt, alkahól og steiktur matur. Takið inn lecethin því það getur hjálpað í að minnka kólesteról og líka er það næring fyrir taugafrumur.
JURTIR: gott er að nota ginko eða musteristré, rósmarin, vallhumall og engifer. Auðvita e nauðsynlegt að hreinsa líka líkamann ef þess þarf með.
ANNAÐ: gerið æfingar daglega, sofið með lappir upp og gerið jógahöfuðstöður.
MELTINGARTRUFLANIR:
Lifrin: lifrin brytur niður hormóna og gerir þá þannig að þeir nýtist sem hormónar því það eru forhormón. Þessi eiginleiki lifrarinnar hann eikst á breytingarskeyðinu og því er það mikilvægt að við hugsum vel um lifrina okkar. Stöðugt át minnkar orkuna í lifrinni.
FÆÐI: forðist fitu, steiktan mat, alkahól og egg.
JURTIR: Notið Horblöðku, hvannarót, fíflarót, njóla og laxarolíubaktra.
Maginn: Það er hollt fæði sem að byggir upp magann
FÆÐI: borðið reglulega, blandið mat saman með einfaldri samsetningu, borðið þang reglulega, Forðist kaffi og sýrumyndandi fæðu. Verið viss um að fæðan sé að minnsta kosti 80% basísk.
JURTIR: Takið eina teskeið regnálm í heitt vatn með hunangi sinnum þrisvar á dag þetta græðir upp slímhúðina , einnig er gott að nota fjallagrös, lakkrísrót, kamillu, baldursbrá og piparmyntu ef það þarf að örva súýrumyndun því það er oft sem það þarf.
Þarmar: Oft þegar lifrin hefur of mikið að gera þá verður hægðatregða því lifrin getur ekki hugsað um of margt í einu. Þá er gott að nota jurtir sem að styðja lifrina.
JURTIR: Drekkið glas af sítrónusafa þegar þið vaknið, hér er líka hægt að nota regnálm við risti þá sérstaklega ef slímhúðin er ekki góð, verið viss um að það sé nóg af trefjum í fæðunni, borðið nog af ávöxtum og grænmeti. Það getur líka hjálpað að taka acidophilus. Ekki borða of mikið af klíði því það getur hindrað upptöku á kalki og örvar þá kalklosun úr beinum. Njóli, rauðsmári, fíflarót, lakkrísrót og söl. Psyllium fræ eru mjög góð.
ÞREYTA OG MÁTTLEYSI:
Fyrst athugið hvort það er hægvirkur skjaldkirtill, mikið af ruslefnum í líkamanum, lítið virkt ónæmiskerfi, hægðatregða, svefnleysi, stress, ofát og of mikil vinna. Her er ekki til neitt eitt auðvelt svar því ástæður eru margar og ólíkar og jafn mörg ólík svör. Oft þá er orkuforðinn alveg búinn batteríið er tómt, þá þarf að hlað aftur, slökunaræfingum, hvíld, næringarmiklum mat, finnið frið og þá sérstaklega innra með ykkur. Hræðsla, pirringur, sorg og þegar við viljum ekki sleppa hvað sem það getur svo verið.
FÆÐA: Einfalt lífrænt ræktaður matur, ferskur grænmetissafi á hverjum degi, borða þang, basískt fæði og forist öll litarefni.
JURTIR: lakkrísrót, síberíuginseng, lapacho, jurtir sem innihalda mikið af næringarefnum eins og brenninetla og njóli. Það er líka hægt að nota Rauðsmára.
ANNAÐ: Farið eins mikið út og hægt er og nýtið þá sól sem hægt er að fá.
HÁRLOS:
kemur af ójafnvægi í næringu í líkamanum, stress, lélegt blóðflæði og léleg melting eða nýting á fæðu. Skortur á hreyfingu getur líka átt sinn þátt. Það þarf líka oft að styrkja lifrina .
FÆÐA: Forðist hitaðar olíur, steiktan mat, of hátt kólesteról, egg, alkahól, ruslfæði og borðið þang reglulega.
JURTIR: notið jurtir sem að örva blóðrás eins og musteristré, klóelfting, rósmarin. Hægt er að gera skol af brenninetlu því hún inniheldur svo mikið af steinefnum.
HAUSVERKUR OG MÍGRENI:
Oftast þá er hausverkur tengdur lifrinni vegna þess að það er of mikið að gera fyrir lifrina vegna hormóna breytinganna og líka vegna melting er ekki alveg eins virk og hún var. Einnig getur þau stafað af stressi, röngu fæði eins og alkahól, vín, ostur og súkkulaði.
FÆÐA: Forðist fitur, steiktan mat, vín, ost súkkulaði, en drekkið oft grænmetissafa og gott er að fasta öðruhvoru og nota þá um leið jurtir sem að styrkja lifrina. Drekkið svo nægt vatn.
JURTIR: Notið lifrajurtir, jurtir sem að örva hægðir.
ANNAÐ: Notið bakstra af laxerolíu yfir lifrina sjálfa látið hann vera á í 2 tíma, þetta örvar, hriensar og mýkjir. Hvílið vel og gerið reglulegar æfingar. Hægt er að nota piparmyntu og lavendel olíu. Osteopathy og kíróprator getur líka hjálpað.
VÖKVASÖFNUN:
Gefur aukið álag á allt kerfið því verða öll einkenni verri ef bjúgur er vandamál. Það er margt sem getur valdið þessu og það þarf því að skoða hvert tilfelli fyrir sig . Sogæðakerfið, æðakerfið, nýru, hjarta og hreyfing. Einnig þarf að vera mjög gott samband við vatnsorkustöðina í líkamanum.
FÆÐA: Verið meðvituð um hvað er drukkið af vökva yfir daginn , dragið úr salt notkun. Sum fæða er vatnslosandi eins og gúrkur, aspas, sellerý, maís, vínber, steinselja og vatnsmelóna. Forðist fæðu sem er slímmýndandi, súr og allan mat sem að inniheldur aukaefni. Basísk fæða og grænmetissafar og ávaxta eru mjög góðir.
JURTIR: Notið jurtir sem að styrkja nýrun, blöðruna og örva vökvakerfið, Fíflablöð eru mjög góð því þau innihalda mikið af kalíum sem að tapast oft við það þegar verið er að örva vökvakerfið. Fíflablöðin taka of mikið vatn úr frumunumog styrkja og næra nýru, nýrnahettur og lifur. Brenninettla er einnig mjög góð , hún styrkir nýru og nýrnahettur. Gott er að setja cypress olíu og einiberja olíu 20 dropa af hvorri út í 100 ml af olíu.
ANNAÐ: gott er að fara í nudd og stunda reglulegar æfingar. Einnig er gott að gera eitthvað til að vinna með tilfinningar sem eru búnar að hlaðast upp.
ÞYNGDARAUKNING:
er náttúleg þróun á kvenlíkamanu vegna þess að líkaminn framleiðir meira af hormónum í fitu á þessum árum, finndu jafnvægi.