Hversdagsbrauð Kollu

5 dl Gróft Spelt úr Frú Laugu
3 dl ísl. Byggmjöl frá Vallanesi
2 dl ísl. Heilhveiti frá Vallanesi
6 tsk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk sjávarsalt
6 1/2 dl heitt vatn ( 3 kalt vatn og 3 1/2 soðið vatn)
1 sítróna safi

Þurrefnum blandað saman og svo vatn sett út í og hrært vel þangað til að allt mjöl er komið saman við vatnið. Á ekki að vera fljótandi en frekar blautt samt. Setjið þá sítrónusafann út í. Setjið beint í silikonform eða bökunarpappír inn í form og bakið við 180 °C í 40 mín ef þið setjið þetta í 2 form annars 1 klukkutíma ef notað er eitt form ( þá er þett stórt brauð) . Notið svo prjón til að athuga hvort er tilbúið ef kemur mikið blautt þá er ekki tilbúið (ofnar eru misjafnir). Þegar maður notar íslenska mjölið þá tekur það lengri tíma að bakast en venjulegt mjöl).

Verði ykkur að góðu.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn