OMEGA 3

OMEGA 3 er efni sem við þurfum á að halda og líkaminn getur ekki unnið úr öðrum olíum sem innihalda ekki omega 3.  Ef maturinn væri minna unnin þá væri kannski ekki svona mikil vöntun á omega 3, en við búum við það að það er búið að breyta matnum, gerilsneiða, fitusprengja, hita og fleira.  Sem sagt drepa og hreinsa.  Lýsið er  það sem við þekkjum best af omega 3 og okkur hefur verið kennt að ef þú tekur það þá sértu að fá þinn skammt af omega 3.  En af því að sjórinn er ekki hreinn, þá hefur það ekki verið besti kosturinn fram að þessu.  Því lýsi frá Lýsi hf er hreinsað þannig að vítamínin tapast og er bætt út í kemískum vítamínum eftir á, þeir segja  „Ómeðhöndlað lýsi er ekki hæft til manneldis, það er yfirleitt dökkt, bragðvont eða getur innihaldið aðskotaefni, því er hreinsun lýsi óhjákvæmileg“.  Íslenskt fyrirtæki DROPI hefur afsannað þetta, þeir eru með lýsi sem er svo sannarlega kaldpressað, hrátt og hreinsað með kolum (svo eiturefnin sem eru í sjónum fari).  Það má eiginlega segja að það sem kemur frá Lýsi hf er iðnaðarframleiðsla en það sem kemur frá Dropi er handverksframleiðsla. 

Dropi: Af því það er ekkert unnið þá er vítamín innihaldið svolítið hátt og því er dagskammturinn af dropa lýsinu bara 1 tsk á dag fyrir fullorðna eða 1150 mg omega 3,  2300 a.e A vítamín og 15 a.e af D vítamíni , ½ tsk fyrir börn.  Það gefur því auga leið að við þurfum að fá omega 3 annarstaðar frá.  Það má taka meira af A vítamín fyrir mæður með börn á brjósti og einnig í ýmsum kvillum sem varða ónæmiskerfið.
 

HÖRFRÆOLÍA:  Því mæli ég með hörfræolíu.  Skammturinn sem við þurfum af omega 3 (segi ég) er 0,5 ml hörfræolía f/ kg sem við erum, eða 2 msk (30 ml) f/ 60 kg.  Hörfræolían sem við erum með er kaldpressuð, ósíuð og engin aukaefni í. Við flytjum hana sjálf inn og pössum mjög vel upp á að hún sé í kæli allan tímann.  Hörfræolía þránar mjög auðveldlega ef hún er ekki í kæli og hefur mjög stutta fyrningu, eða aðeins 6 mánuði.  Hörfræolían skemmist auðveldlega af hita, ljósi og súrefni.  Udo Erasmus „olíukallinn“ hefur rannsakað omega olíur mjög mikið segir „Góð unnin Hörfræolía (eða í bland með öðru) ættu bara alllir í heiminum að taka á hverjum degi.“
 

HVAÐ GERIR OMEGA 3?  Omega 3 er nauðsynlegt því við framleiðum ekki omega 3 sjálf. Omega 3 heldur bókstaflega öllu mjúku, húð, slímhúð, stoðkerfi, æðakerfi, nærir taugakerfið og nærir hormónakerfið og styrkir frumuveggi í öllum frumum. Olían er bólgueyðandi á allar bólgur, líkaminn breytir omega 3 yfir í góða prostaglandina sem eru bólgueyðandi.  Við erum svolítið eins og bílar því við þurfum smurningu. Ef við segjum að bensín sé maturinn okkar, vatnið eins og vatn og olía á bílinn er olían sem við þurfum þá mundi bíll ekki keyra með enga olíu.  Ég segi að hugurinn er oft svo sterkur að hann dregur fólk áfram, þrátt fyrir að við séum ekki að næra okkur nógu vel og sárvanti olíu.  Þegar við erum nógu vel nærð af olíum innan frá er líkaminn sterkari og minni líkur á alls kyns vandamálum eins og húðkvillum (exem, bólur), gigt, bólguástandi í líkama, minni geðræn vandamál og ýmislegt fleira.
 

HVAR FINNUM VIÐ OMEGA 3: (talið upp eftir hvað er mest)

  • Hörfræ
  • Feitur fiskur
  • Chiafræ
  • Hampfræ
  • Ófitusprengd mjólk (Bíó bú , þessar kýr fá bara gras)


Ég er alltaf jafn hissa þegar ég heyri að það er ennþá til fólk sem tekur engar olíur, það fólk er líka alveg að skrælna,  þurrt innan sem utan.  Ég hélt að það væri búið að skrifa nóg, svo fólk fatti að svona olíur eru ekki bara soldið nauðsynlegar, heldur lífsnauðsynlegar.  Enda sjáum við líka stundum hálfgerð kraftaverk  sem gerast þegar fólk byrjar að taka olíur.  Muna alltaf olíur, þetta er það eina sem ég sleppi aldrei, ég er ekkert alltaf að taka inn jurtir, en olíur vil ég taka alltaf. 

Gangi ykkur vel,

Kveðja,
Kolbrún grasalæknir

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn