Inn í vorið

Það er apríl og alveg að koma maí, vorið komið. Að nafninu til á sumarið að vera komið, en við búum á Íslandi og það er bara eins og það er, allskonar. Þessi árstími vorið, er mjög góður tími til að taka til í líkamanum og heima hjá sér. ALLSHERJARHREINGERNING. Það er svo góð tilfinning að koma fullur af orku inn í sumarið til að geta notið þess vel. Því legg ég til að þið gerið margt af því sem ég tel upp hér fyrir neðan.

1. Byrja á því að þrífa heima hjá ykkur vel. Það losar um lífsorkuna sem flæðir um heimilið ykkar. Taka í burtu drasl sem hefur safnast saman á einn stað og á ekki heima þarna. Lofta vel út. Fá jafnvægi í Jörð/Viður/eld/loft/málmur. Þá fáum við meiri næringu frá heimilinu okkar.

2. Taka jurtir til að hreinsa blóðið og ristil
a) Suttungamjöður/Gripnir - Blóðið
b) Vaðgelmir/ möluð hörfræ

3. Hreyfa sig úti- nota súrefnið sem er úti. Bara klæða sig ef veðrið er ekki æðislegt. Helst á hverjum degi. 30 mínútur á dag. Í það minnsta.

4. Taka til í mataræðinu. Taka út - sykur, öll sætuefni og líka döðlur. 
Taka út hveiti og heilhveiti ólífrænt.
Allar unnar kjötvörur
Allar mjólkurvörur nema smjör og smá rjóma.
Kaffi- já það er soldið eins og eiturlyf. Þolum það alltaf verr og verr eftir því sem við verðum eldri.
Skemmdar olíur- Isio 4, ókaldpressaðar grænmetisolíur og hitað smjör.
Unnar matvörur með aukadóti sem finnst ekki í náttúrunni.

5. Nota smá tíma til að slaka soldið á.

6. Sauna, sjósund, gufa og þurrburstun.

7. Fara fyrr að sofa 4* í viku. kl. 22.00.

8. Finna "hreinsun" blað sem er hérna á heimasíðunni okkar. Leiðbeiningar þar með mat og fleira.

Gleðilegt sumar elsku fólk og muna að njóta

Kolbrún grasalæknir

Til baka

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2015, allur réttur áskilinn