Inn í haustið

Það er ágúst og alveg að koma september, haustið er að koma. Þessi árstími, haustið, er mjög góður tími til að taka til í líkamanum eftir sumarið og lystisemdir sumarfrísins. ALLSHERJARHREINGERNING. Það er svo góð tilfinning að koma fullur af orku inn í veturinn til að geta notið hans án þess að pikka upp hverja pestina sem er að ganga. Því legg ég til að þið gerið eins mikið af því sem ég tel upp hér fyrir neðan og þið getið.

1. Byrja á því að þrífa heima hjá ykkur vel. Það losar um lífsorkuna sem flæðir um heimilið ykkar. Taka í burtu drasl sem hefur safnast saman á einn stað og á ekki heima þarna. Lofta vel út. Fá jafnvægi í Jörð/Viður/eld/loft/málmur. Þá fáum við meiri næringu frá heimilinu okkar.

2. Taka jurtir til að hreinsa blóðið og ristil
a) Suttungamjöður/Gripnir - Blóðið
b) Vaðgelmir/ möluð hörfræ

3. Hreyfa sig úti- nota súrefnið sem er úti. Bara klæða sig ef veðrið er ekki æðislegt. Helst á hverjum degi. 30 mínútur á dag. Í það minnsta.

4. Taka til í mataræðinu. Taka út - sykur, öll sætuefni og líka döðlur. 
Taka út hveiti og heilhveiti ólífrænt.
Allar unnar kjötvörur
Allar mjólkurvörur nema smjör og smá rjóma.
Kaffi- já það er soldið eins og eiturlyf. Þolum það alltaf verr og verr eftir því sem við verðum eldri.
Skemmdar olíur- Isio 4, ókaldpressaðar grænmetisolíur og hitað smjör.
Unnar matvörur með aukadóti sem finnst ekki í náttúrunni.

5. Nota smá tíma til að slaka soldið á.

6. Sauna, sjósund, gufa og þurrburstun.

7. Fara fyrr að sofa 4* í viku. kl. 22.00.

8. Finna "hreinsun" blað sem er hérna á heimasíðunni okkar. Leiðbeiningar þar með mat og fleira.

Gangi ykkur vel og munið að njóta!

Kolbrún grasalæknir

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn