Ilmkjarnaolíur og meðganga
Ilmkjarnaolíur sem eru öruggar á meðgöngu:
Lavender | Rós | Mandarína | Ylang ylang |
Vetiver | Petitgrain | Bergamot | Kamilla |
Sandalviður | Neroli | Patchouli | Geranium |
Frankincense | Te tré |
Til varnar sliti má gera blöndu með rós, neroli, frankincense og lavender og nota t.d. hveitikímsolíu, möndluolíu og/eða rósaberjaolíu sem grunn.
Ekki fyrstu fjóra mánuðina:
Fennel | Piparmynta | Rósmarín | Rós |
Sedrusviður |
Forðast alveg að nota á meðgöngu:
Basil | Negull | Marjoram | Myrra |
Kanill | Salvía | Ísópur | Timian |
Juniper | Cypress |
Góðar í fæðingu:
Kamilla | Clary Sage | Lemon eucalyptus | Frankincense |
Jasmín | Lavender | Sítróna | Mandarína |
Piparmynta | Rós | Bergamot | Cypress |
Ylang ylang | Neroli | Kanill |
- Kanil er gagnleg í fæðingu því að hún örvar samdrætti en er líka slakandi (róar taugakerfið).
- Clary sage léttir hríðarverkina.
- Fennel örvar legið og stuðlar að mjólkurmyndun.
- Geranium er góð til að nudda bakið með í fæðingu (alveg niður á rófubein) það hraðar samdrætti. Hún er einnig góð við fæðingarþunglyndi.
- Jasmín hjálpar til við að draga saman og styrkja legið eftir fæðingu, er góð við hríðarverkjum og örvar mjólkurframleiðslu.
- Lavender og piparmynta er góð blanda til að bera á bak og kvið í fæðingu, er verkjastillandi og róandi í senn.
- Ylang ylang er mjög góð í nudd á bak og kvið í fæðingu, hún eykur serotonin magn og dregur úr verkjum.
- Rós er góð í fæðingu (mætti blanda með lavender og piparmyntu). Er líka frábær til að bera á hendur og fætur nýburans til að auðvelda barninu að aðlaga sig að umhverfinu og eins til að nudda á hendur föðurins til að draga úr kvíða/ótta. Að auki er rósin góð vörn gegn sýklum í umhverfinu.
- Blöndu af bergamot, lavender og kamillu er gott að spreyja í loftið meðan fæðingin stendur yfir og eins eftir að komið er heim. Þessar olíur eru bakteríudrepandi og jafna taugakerfið.
- Ef spöngin rifnar eða er klippt er gott að setja eftirfarandi olíur ásamt salti í bað og sitja í 10 mín: rós, cypress og lavender.
- Ef stálmi kemur í brjóstin þá getur blanda af geranium, rós og piparmyntu hjálpað til.
Olíur sem gagnast bæði móður og barni:
- Rosewood er mjög góð fyrir húðina, hjálpar til við þunglyndi, deyfð og kvíða (má nota á meðgöngu). Þessi olía er einnig mjög góð til að hjálpa með svefnleysi og kvíða hjá börnum.
- Rós olíuna er mjög gott að nota í daglegt nudd á ungbarnið, hún róar og getur hjálpað til með magakrampa ef hún er notuð með lavender.
- Mandarína og lavender er mjög góð blanda fyrir börn sem eru óróleg og eiga erfitt með að sofa.