Hugmyndir að nesti

Múffumáltíð með Löngu/Kóríander/Kúmin og Smjörhnetugraskeri - Allt í Öllu - ALA Kolla
 

Hráefni:


1 kg Langa
600 gr rifið Smjörhnetugrasker (Butternutsquash)
125 gr Shallottulaukur
40 gr ferskt Kóríander
Safi úr 2 sítrónum
3 egg
1 1/2 tsk Keltneskt salt (eða bara gott sjávarsalt)
1 msk Kúmin duft
Slatti af svörtum pipar
 

Aðferð:


Stillið ofninn í 190°C.  Langan er sett í matvinnsluvél með lauknum og tætt vel niður.  Síðan er graskerið rifið fínt niður.  Kóríander er fínt skorið.  Hræra allt saman annað hvort í hrærivél eða í höndunum.  Farsið er svo sett í múffuform og bakað í 25 mínútur við 190°C.  Tilbúið.  Hægt að frysta eða geyma í kæli.  Þarna er prótin með grænmeti.  Kemur soldið í staðin fyrir grænmeti, sem oft vantar í göngunestið.



Hrökkkex glúteinlaust (útfærð uppskrift frá Sollu)
 

Hráefni:

 

1 dl Hafraflögur en má nota Bókhveitiflögur til að gera þetta glúteinlaust
1 dl Sesamfræ
1 dl Hörfræ
1 dl Sólblómafræ
1 dl Graskersfræ
2 dl Bókhveitimjöl
2 dl Polenta maísmjöl
2 tsk Vínsteinslyftiduft
2 tsk Himalayasalt
1 ¼  dl Kókósolía úr Jurtaapótekinu
2 dl vatn
 

Aðferð:


Öll fræin lögð í bleyti yfir nótt (ekki nauðsynlegt, en betra fyrir meltinguna). Öllu blandað saman. Kókósolíu krukkan er látin standa í heitu vatni þangað til hún er fljótandi og vatnið sett út í og hrært vel. Þessu er svo skipt í tvo hluta á sitthvora bökunarplötuna. Best er að setja bökunarpappír undir og yfir og fletja þannig út. Skerið hrátt deigið í passlega bita með borðhníf. Bakið við 200°C í um 15-20 mínútur, en fylgist vel með samt gæti tekið styttri tíma fer eftir ofnum.  Ótrúlega orkumikið og gott hrökkkex.  Hægt að gera avókadómauk/gaucamole til að hafa með, en er alveg gott eitt og sér.
 


Orkumolar Boggu  (uppskrift sem kemur frá Boggu í vinnunni hjá mér)
 

Hráefni:


200 gr Valhnetur
50 gr Döðlur
50 gr Rúsínur
30 gr Kakó eða Caróbduft
1 tsk Vanilluduft
 

Aðferð:


Gott að leggja valhneturnar í bleyti yfir nótt eða í 8 klukkustundir.  Annars allt sett í blandara og blandað vel saman.  Þetta er frekar þétt, sett í form og mótað í köku sem má svo skera í litla bita, eða móta í kúlur í höndunum.  Þetta er ótrúlega gott og ekki of sætt, fyrir þá sem það þurfa  að passa.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn