Lectin prótein og skaðsemi þeirra
Lectin prótein: Hvað er það? Jú efni sem plöntur (grænmeti, ávextir, korn, baunir og jurtir) eru með í sér til varnar svo engin borði þær. Innbyggt varnarkerfi svo þær komist af. Þessi prótein kveikja á neikvæðum viðbrögðum hjá þeim sem komast í snertingu við þessi efni. Lectin er í flestum mat, þannig að þetta þýðir þá ekki að við eigum að sleppa öllu sem inniheldur lectin, heldur forðast lectin ríkan mat og læra hvernig við getum minnkað áhrifin þess á líkamann.
Glúten er til dæmis eitt af lectin próteinum.
Í fólki þá festist þetta prótein á frumuhimnur og
- Skemmir taugar / drepur frumur
- Þykkir blóðið
- Breytir genatjáningu
- Pirrar innkirtlakerfið
- Veldur bólguástandi
- Immunotoxic / Ónæmiseiturhrif
- Neurotoxic / Taugaeiturhrif
- Cytotoxic / Frumueiturhrif
Þetta gerist helst hjá fólki sem er með sjálfsofnæmis- og króníska kvilla. Sem sagt veikt fyrir.
Lectin prótein er mest í:
BAUNUM - linsur eru skárstar
KORNI - glúteinlaust er skárra (hveitikím úr ólífrænu hveiti er verst)
SKUGGAPLÖNTUFJÖLSKYLDUNNI - (tómatar, paprikur, kartöflur, eggaldin og gojiber)
Hægt er að meðhöndla sumt betur til að minnka áhrifin af lectin próteinum (þannig að þetta snýst ekki endilega um að sleppa þessu öllu).
- Leggja í bleyti (og jafnvel skipta oft um vatn) + í matarsóda
- Gerja
- Spíra
- Sjóða
- Súrdeig
- Þrýstipottur - fyrir baunir og glúteinlaust korn (virkar ekki á glúteinkorn ( hveiti, bygg, hafra, rúg og spelt)). Það að sjóða í þrýstipotti tekur alveg í burtu lectin próteinin.
- skræla eða taka fræ úr grænmeti eða ávöxtum.
Talið er að Lectin sé stór áhrifavaldur í:
- Hjartakvillum
- Liðagigt
- Elliglöpum
- Sykursýki
- Sjálfsofnæmi
- Iðraólga
- Ofþyngd
- Hashimotos - tegund af hægum skjaldkirtli.
ATH: FÓLK SEM ER HRAUST ÞARF EKKI AÐ SPÁ Í ÞESSU.
Bara svona ykkur að segja þá nota þeir sem eru með hefð fyrir að nota korn og baunir alltaf þrýstipott (pressure cooker). Mér finnst svolítið eins og það hafi verið svindlað á okkur með það. Það gleymdist alveg að segja okkur að elda baunir og grjón í þrýstipotti. Ég var búin að heyra fyrir mörgum árum að það væri hollara en vissi ekki afhverju. Nú vitum við það.
Heimildir:
1) Dr Gundry
2) Dr Mercola