Baunakæfa

Baunakæfa

í afmælisveislunni okkar í desember 2014 þá gerði ég baunakæfu sem fólki fannst mjög góð, ég var beðin um að gefa uppskriftina. Ég skal reyna eins og ég get að muna hversu mikið og hvað ég setti í hana. Hún er soldið óhefðbundin, moong baunir og adukibaunir eru meiri lækningabaunir en aðrar baunir, því notaði ég þær í uppskriftina. Moong baunir eru til dæmis oft notaðar í hreinsikúrum og eru fyrir lifrina á meðan adukibaunir eru styrkjandi fyrir nýrun.

Baunakæfa úr moong- og adukibaunum:

4 bollar soðnar moong og adukibaunir
1/2 bolli ristað tahini ( monki)
1/3 bolli sítrónusafi
1 heill hvítlaukur
1 búnt steinselja
1/2 tsk cayenne pipar
2 tsk taas mazala ( krydd frá Pottagöldrum)
4 msk ólífuolía
1-2 tsk Keltneskt salt 
1/2 tsk karrý

Baunirnar þarf fyrst að leggja í bleyti í 12 tíma, láta suðuna koma upp og hella því vatni af ( til að minnka efnið sem veldur uppþembu) setja svo nýtt vatn á og láta svo sjóða í 1 klukkutíma. Baunirnar svo sigtaðar frá vatninu. Allt sett í blandara og smakkað til. Verði ykkur að góðu.
Kolbrún grasalæknir

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn