Vetrarvillisúpa

Vetrarvillisúpa

Kókósolía 2 msk
1 laukur skorin í litla bita
Linsur puy 1 bolli
2 tsk timian
Hollur, gerlaus grænmetisteningur
1 lófi söl
1,5 líter vatn
4 litlar gulrætur
1/2 blómkálshaus
4 sellerýstönglar
1 steinseljurót
4 msk ólífuolía
Slatti svartur pipar
Keltneskt salt 1-1 1/2 tsk
Steinselja fersk klippt yfir súpuna í lokin.
Laukur er steiktur í olíu þangað til hann verður glær. Þá eru linsurnar og timian hitað aðeins í olíunni. Vatnið er svo sett út í pottinn með sölvunum og grænmetistening og suðan látin koma upp og soðið í 40 mínútur. Þá má setja allt grænmetið út í og sjóða í 10 mínútur í viðbót. Þá má setja steinseljuna, ólífuolíuna og saltið út í. Verði ykkur að góðu. Hér mætti bæta út í rætur til að styrkja lifrina eins og hvannarrót, njólarót eða fíflarót. Verði ykkur að góðu.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn