Fæði sem hjálpar fólki að grenna sig

Grænmeti: Allt lauf grænmeti, brokkólí, hvítkál, gulrætur, sellerý* gúrka*, grænar baunir, grænkál*, steinselja*, radísur, shiitake sveppir (lækka fituna í blóðinu), tómatar, næpur og lambagras*.

Ávextir: Ananas, trönuber, sítrónur, papaya, jarðaber*, epli og vatnsmelónur*.


*******Þetta miðast allt við ferskan mat*******


Jurtir: Kvöldvorrósarolía, haugarfi, fíflablöð, hvítlaukur, þari*, brenninetla og psyllium fræ.

#####################################################################

Glucomannan:  Trefjar sem að jafna blóðsykurinn og einnig mjög góðar trefjar til að fylla í magann fyrir mat.

Lecethin:  Hjálpar við niðurbrot á fitu.

C-vítamín:  Sólber, græn paprika, rósakál, mangó, blómkál, hvítkál, appelsínur, greip, tómatar, kartöflur og salatblöð.

L-carnitine:  Er amínósýra sem að hjálpar við niðurbroti á fitu og getur þar af leiðandi hjálpað við megrun.

B6-vítamín:  Hjálpar líkamanum að losa sig við vökva. Ölger, bananar, avókadó, hveitikím og klíð, mjólk, egg, nautakjöt, lifur, nýru, hjörtu, molassi, sojabaunir, valhnetur, jarðhnetur, pecanhnetur, grænt lauf grænmeti, græn paprika og gulrætur.

E-vítamín:  Hveitikím, rósakál, grænt lauf grænmeti, spínat, heilhveiti, grænmetisolíur, sojabaunir og egg.

#################################################################

Verið dugleg og hreyfið ykkur nóg, því þá grennist þið á réttum stöðum. Hafið minni áhyggjur af hversu nákvæmlega margar hitaeiningar þið borðið. Æfingar eru besta leiðin til að losna við fitu og viðhalda góðum líkamsburði.

*  Munið að borða fjölbreytt fæði til að fá sem flest næringarefni.
 
*  Haldið hægðunum í góðu lagi.

*  Takið auka trefjar 1/2 tíma fyrir mat með vatnsglasi.  Þetta kemur bæði hægðunum í lag og hjálpar að fylla magann áður en byrjað er að borða.

*  Setjið minni mat á diskinn hjá ykkur og tyggjið matinn vel. Alls ekki vera með tyggigúmmí því það örvar magasýrurnar.

*  Forðist hvítt hveiti, hvít hrísgrjón, kökur, kex og sælgæti.

*  Borðið meira af flóknu kolvetnisfæðu, eins og baunir, grænmeti, ávextir, bakaðar kartöflur, sesamfræ, hýðishrísgrjón, heil korn og hvítan fisk.

**  Borðið mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti.
Eftirfarandi inniheldur fáar kaloríur: Brokkólí, blómkál, hvítkál, sellerý, gúrka, grænar baunir, grænkál, laukur, radísur, spínat og næpur, epli, greip, jarðarber og vatnsmelóna.  
Eftirfarandi inniheldur margar hitaeininga: Bananar, kirsuber, gráfíkjur, vínber, perur, ananas, sætar kartöflur og hvít hrísgrjón.

**  Snarl:  Popkorn
                  Hrískökur
                  Ferskir ávextir
                  Ósætt jógúrt með sykurlausu

*  Grænt te er mjög gott að drekka því það er vatnslosandi og andoxandi (vörn gegn mengun).

*  50% af fólki með offituvandamál gæti fengið hjálp með Q-10. Ef það er skortur á þessu efni þá flýtir þetta fyrir brennslu.
 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2025, allur réttur áskilinn