Sítrónugras - Ný tejurt í hillunum hjá okkur
Sítrónugras ilmkjarnaolía hefur verið til hjá okkur lengi en núna bjóðum við upp á þessa einstöku jurt einnig sem te.
Sítrónugras (Cymbopogon citratus) er algeng í Asískri matargerð en er þar að auki ansi mögnuð lækningarjurt. Hún er vökvalosandi, bætir meltingu, kemur í veg fyrir og eyðir örveruþekjumyndun, er örverudrepandi (sveppa, bakteríu og veiru) og sótthreinsandi. Sítrónugras getur lækkað kólesteról, er róandi og nærandi fyrir taugakerfið, minnkar þunglyndi og kvíða og dýpkar svefn. Að auki er jurtin hitalækkandi, vindeyðandi, verkjastillandi, bólgueyðandi, lykteyðandi og bætir ónæmiskerfið.
Það má því segja að bolli af sítrónugras tei sé allra meina bót.