Bókhveiti snakk
250 gr bókhveiti
450 ml grænmetissoð eða þetta mikið vatn og kraftur út í
2 msk sólblómaolía
2 meðalstórir laukar, smátt skornir
1 hvítlauksrif, smátt skorið
1 msk steinselja, smátt skorin
1 kúfuð msk valhnetur smátt skorið
3 msk fínt haframjöl
1 msk tómat púrra
1 eggjarauða
olía til steikingar
Setjið bókhveitið í pott með grænmetiskraftinum og sjóðið þangað til þetta er soðið eða í 10 mínútur. Kælið. Hitið olíu á pönnu og látið laukinn og hvítlaukinn á pönnuna og og hitið þangað til mjúkt, bætið steinselju út í. Setjið nú hnetur út í bókhveiti með 2 msk af haframjöli. Setjið laukinn, hvítlaukinn, tómatpúrru og þeytta eggjarauðu útí. Hnoðið þangað til orðið þykkt og mótið eins og litlar pulsur. Kælið í 30 mín. Veltið upp úr haframjöli og steikið varlega á pönnunni þangað til gullbrúnt. Þurrkið á eldhúspappír. Gott bæði heitt og kalt.