Hnetusnarl - bakaðar hnetur
SNARL: Hnetunesti
Blandaði saman bökuðum möndlum, Cashew hnetum, Gojiberjum. Stundum set ég líka þurrkað mango og þurrkuð epli. Ef þið eruð í súkkulaði þá má það lík avera þarna eða Kakónibbur.
BAKAÐAR MÖNDLUR
1 tsk cayenne pipar
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1 cúmín
2 tsk paprikuduft
2 tsk himalayasalt
Öllu hrært saman og svo er sett vatn út í þannið að þetta verður létt mauk. Slatta af möndlum (ca. 200 gr) sett út og velt upp úr þessu.
Bakað við 200°C í ca 10 mínútur en fylgist vel með, ekki gott að borða brendar möndlur.