6 SKREF Í ÁTT AÐ HEILUN
- Gerðu ekkert: Gerðu slökun (savasana) leggjast á gólf, hvíldu þig, sími úr sambandi og hugleiðsla. Búa til frið og ró í kringum þig.
- Safnaðu upplýsingum: Lestu bækur, reyndu að skilja hvað er í gangi, gúgglaðu (en með gagnrýnum huga).
- Losaðu um og fáðu orku: Gott að hlæja, jóga, gráta, blómadropar, bænir, litir, ilmkjarnaolíur og einbeitingar hugleiðsla.
- Næra og styrkja: Jurtate, jurtablanda, ást, lífstílsbreytingar, líkamlegar æfingar, faðmlög, jóga, borða góðan og nærandi mat.
- Örva/Róa: Heitt/kalt vatn til skiptis, flest nudd, höfuð-, beina- og spjaldhryggsmeðferð, margar jurtir, nálastungur, hnykklækningar og jóga.
- Nota fæðubótarefni: Spirulina, Græna bomban (Jurtaapótek), blómafrjókorn, grænar jurtir eins og brenninetla, Kaldpressaðar matarolíur og önnur alveg náttúruleg fæðubótarefni.
- Lyf: Ef það sem er á undan er ekki að virka, nota þá lyf og sjá svo seinna hvort hægt er að nota jurtir í staðinn. En stundum er nauðsynlegt að grípa til lyfja og bara frábært að við höfum þau, en verðum að passa okkur að ofnota þau ekki. Náttúran er alveg ótrúlega klár.
- Brjóta og fara inn: Uppskurður, rolfing, ristilskolun, geðlyf og greiningar eins og geislamyndataka.