Sterk grænmetissúpa

Gular linsubaunir 1bolli
1 stór laukur
5 cm bútur Engifer
10 heilar Kardimommur
1 msk Kummin duft
1 tsk Cayenne pipar
1 grænmetisteningur frá Hugli
5 Sellerý stönglar
1/4 Hvítkálshaus
4 stórar gulrætur
Þang það sem þið eigið til Arame, kombu eða söl
Spergilkál 1 haus
Keltneskt salt eða Himalaya salt þegar búið er að elda súpuna.

Linsur soðnar í 30 mínútur með þangi, lauk, engifer, kardimommum, kúmmin og súpukrafti.
Þá eru gulrætur, hvítkál og sellerý sett út í og soðið í 10 mín. Þá má setja Spergilkálið út og rétt mýkja það. Nú saltið þið súpuna eftir smekk. Svo þegar þið skammtið á diskinn er gott að setja 1 msk ólífuolíu eða kókósolíu og 1 msk ferska steinselju. Einnig ef þið eigið ógerilsneiddan misókraft (fæst í heilsubúðunum) Þá er gott að setja 1 tsk í 1 súpudisk (minnka þá saltið) láta súpuna kólna soldið svo við drepum ekki góðu bakteríurnar sem eru í mísóinu.
Verði ykkur að góðu
Má alveg nota það grænemti sem þið eigið til

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn