Saga Margrétar
Reynslusaga Margrétar
15 desember 2010 gekk ég 42 ára gömul eiginkona og móðir upp tröppurnar í jurtaapótekinu gjörsamlega dofin, búin á sál og líkama með vefjagigt og síþreytu, með þá hugsun að viðtal við Kolbrúnu mundi bjarga mér, því allt annanð hafði ég reynt í mörg á , margar læknisferðir og nokkuð af lyfjum án þess að fá nokkurn bata.
Ég var með verulega skert minni, verkjaði í öllum liðamótum, alltaf þreytt, hafði ekki unnið 100 % vinnu í 7 ár þar sem ég þurfti alltaf að sofa eins og ungabarn í 2 til 3 tíma yfir dagin til að geta funkerað restina af deginum, en þurfti samt að fara snemma að sofa á kvöldin. Mér varð nánast illt af öllum mat sem ég borðaði og var búin að taka út mjólkurvörur, rautt kjöt og fleira en var alltaf með verki í maga og liðamótum.
Ég hafði þó nokkurn kvíða yfir því að þurfa að líða svona næstu árin þar sem ég var að fara að flytja erlendis og það átti bara að vera ævintýri fyrir mig.
Þegar viðtalið við Kolbrúnu hófst og hún spurði mig hvernig hún gæti hjálpað mér sagði ég: ´´Ég held að mér líði best ef ég fæ næringu í æð og fæ að sofa í viku,, þetta var mín lausn á því að þurfa ekki að líða illa alla daga. Þegar Kolbrún hafði hlustað á mig og skoðað gekk ég út með von í hjarta, omega olíu í brúsa (inntaka 1 msk á dag), olíu í litlu glasi (10 dropar á dag) og sérblandaðar jurtir í krukku (inntaka 1 tsk 3x á dag) sem átti við mig.
Næsti tími var ákveðinn 5 janúar 2011.
Þegar ég mætti var ég full af orku og ljómandi, Kolbrún leit á mig brosandi og ég romsaði út úr mér hvað hafði gerst. Í sljóleika mínum las ég leiðbeiningarnar á krukkunni og tók inn það sem ég hafði fengið. Þegar hugsunin fór að skýrast verulega eftir nokkra daga þá áttaði ég mig á því að ég hafði tekið inn omega olíuna í þreföldum skammti þ.e 3 msk 3 x á dag allan tímann, mér varð ekki meint af heldur þvert á móti minnið er stórkostlegt, jurtirnar örvuðu allt ´´kerfið ´´í mér þannig að mér verður ekki illt af neinu sem ég borða og er nánast verkjalaus í liðunum.
Kolbrún hló mikið að mér og var virkilega undrandi á því hversu stuttan tíma það hefur tekið að koma mér á rétta braut. Í dag er ég full bjartsýni á lífið og tilveruna, hef komið mér vel fyrir í nýju landi og er full tilhlökkunar á að byrja að læra nýtt tungumál og læra inn á nýja menningu.
Með gleði í hjarta þakka ég Kolbrúnu grasalækni og hennar frábæra starfsfóki kærlega fyrir mig.
Með bestu kveðju
Margrét Ólafsdóttir