Jurtatínslunámskeið á Núpi í Dýrafirði 6. ágúst


14.500 ISK

Fjöldi

Bæta í körfu

Vörulýsing

VNR:
Kæra fólk ????
Ég verð fyrir vestan í ágúst og mér finnst tilvalið að halda jurtatínslunámskeið þar í leiðinni. Í ágúst verða svolítið af jurtunum búnar en það er samt alveg nóg eftir! Og svo kemur alltaf annað sumar og má nota upplýsingarnar seinna. 
Það er alveg einstaklega gaman að vera úti í náttúrunni og skoða jurtir út frá nýtingu í mat og fyrir heilsuna.
Á námskeiðinu verður farið í jurtaagöngu, lært að þekkja jurtirnar og hvernig á að bera sig að við tínslu. Það byrjar á innikennslu um morguninn og eftir hádegi er svo útikennsla. Að loknu námskeiði ættuð þið að geta gert ykkar eigið heimaapótek.
Jurtirnar eru margslungnar eins og við, þær hafa:
-Efnis líkama
-Orku líkama
-Allskonar plöntuefni sem hafa ýmiskonar virkni
Kannski hafa blóm líka verndarengla eins og við (blómálfa)
Margt af þessu mun ég kenna.
 
Viðfangsefni námskeiðsins:
- Hvernig ber maður sig að í tínslu
- Hvaða tæki og tól þarf
- Hvernig á að finna jurtir og greina
- Meðferð jurta eftir tínslu
- Almenn notkun á jurtum te, seyði, smyrsli, bakstrar og gufubað.
- Virk efni
- 10 algengar jurtir, farið vel yfir þær.
- Bækur sem gott eða gaman er að lesa tengt þessu efni.
Gögn innifalin í námskeiðsgjaldi:
1. Hefti með 13 jurtum um þeirra virkni og notkun.
2. Powerpoint skjal
3. Hádegismatur innifalin
Dagskrá:
10.00-12.00: Innikennsla um jurtirnar og hvernig maður ber sig að.
12.00-13.00: Matarhlé
13.00-16.00: Útikennsla um jurtakennslu. Jurtaganga. Farið á nokkra staði í kring um Núp og borið kennsl á lækningajurtir.
Ég hlakka svo til að kenna ykkur!
 
VERÐ: 14.500 kr m/hádegismat
SKRÁNING: Fer fram í gegnum heimasíðuna jurtaapotek.is eða senda póst á jurtaapotek@jurtaapotek.is
Þeir sem hafa áhuga á því að gista geta bókað sig á gistiheimilinu Númi í gegnum heimasíðuna numi.is
Það eru 20 laus pláss á námskeiðið.
Hlakka til að sjá ykkur á námskeiðinu ????????

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2020, allur réttur áskilinn