Gripnir - 300 hylki
7.650 ISK
Bæta í körfu
Vörulýsing
VNR: 415Jurtablanda sem kemur jafnvægi á örveruflóruna í meltingarvegi.
Þessi jurtablanda er hugsuð samhliða jurtum sem eru sveppa- og bakteríudrepandi til að koma jafnvægi á örveruflóruna í meltingarveginum. Gripnir inniheldur jurtir sem eru sveppadrepandi, hreinsandi og örvandi fyrir kirtlakerfið í meltingarveginum sem styður líkamann við að koma örverusamfélaginu í líkamanum í rétt jafnvægi.
Innihald:
- Fíflarót (Taraxacum officinale radix) - Örvar lifrina.
- Ólífulauf (Olea europaea) - Er sveppa- og bakteríudrepandi.
- Morgunfrú (Calendula officinalis) - Er græðandi fyrir slímhúð í meltingarvegi og einnig bakteríu- og sveppadrepandi.
- Fíflablöð (Taraxacum officinale folia) - Hjálpa nýrunum að hreinsa.
- Rauðsmári (Trifolium pratense) - Er blóðhreinsandi með því að örva lifur og nýru að hreinsa.
- Hvannarót (Angelica archangelica radix) - Örvar allt kirtlakerfið í meltingarveginum. Hjálpar þ.a.l. við að melta matinn.
- Gulvöndur (Gentiana lutea) - Er mjög sterk og beisk jurt sem örvar kirtlakerfið í meltingarveginum.
Notkun: 1 tsk tvisvar til þrisvar á dag í heitt vatn eða 3 hylki tvisvar til þrisvar á dag.
Varúð: Fólk með magabólgur má ekki taka Gripni.
GRIPNIR – HREINSUN, CANDIDA, ÖRVERUÓJAFNVÆGI.