Piparmyntu olía - 10 ml.
Vörulýsing
VNR: 1137Piparmynta (Mentha piperita)
Olían er verkjastillandi, sótthreinsandi, bólgueyðandi, krampastillandi, samandragandi, vindlosandi, eykur myndun og flæði galls, slímlosandi, hitalækkandi, örvandi fyrir heilann, styrkir taugakerfið, örvandi, svitadrífandi og drepur orma í meltingarveginum. Hún er góð við höfuðverk, þunglyndi, þreytu og til að endurnæra andann. Hún er góð fyrir meltinguna, eyðir lofti og róar magann og þarmana. Hún er mjög góð fyrir alla öndunarfærakvilla.
Virk efni: M.a. menthol, menthon, limonen, alfa- og beta-pinen og pulegon.
Varúð: Ekki nota ilmkjarnaolíuna fyrir lítil börn. Ekki nota ef um bakflæði er að ræða.
Ilmkjarnaolíur eru 75-100 sinnum sterkari en te.
Ilmolíurnar eru góð leið til þess að nota heima til að hafa áhrif á taugakerfið, hvort sem er að örva eða róa. Hægt er að nota þær á margan máta:
Bað: Blandið 5 - 10 dropum af hreinum ilmkjarnaolíum út í grunnolíu, salt eða mjólk og setjið í baðvatnið.
Innöndun: 3-6 dropar í skál af heitu vatni. Setjið rétt áður en á að fara í gufuna. Setjið svo handklæði yfir höfuðið og andið að ykkur í nokkrar mínútur 5-10 mínútur. Einnig hægt að setja einn dropa í lófann og draga andann djúpt að sér. Efnin fara beint upp í heila og virka strax.
Ilmvatn: Sumar ilmolíur er hægt að nota eins og ilmvatn.