Melissu olía - 5 ml.
Vörulýsing
VNR: 1129Melissa (Melissa officinalis)
Olían er upplífgandi, krampastillandi, bakteríudrepandi, vindlosandi, svitadrífandi, róandi og einstaklega vírusdrepandi. Hún róar bæði huga og líkama. Er mjög sterk ef hún er hrein og er góð á ofnæmi. Góð gegn vörtum. Einstaklega góð gegn þunglyndi og góð til að róa meltingarkerfið.
Virk efni: M.a. citronellal, linalool, neral, geranial, nerol og geraniol.
Ilmkjarnaolíur eru 75-100 sinnum sterkari en te.
Ilmolíurnar eru góð leið til þess að nota heima til að hafa áhrif á taugakerfið, hvort sem er að örva eða róa. Hægt er að nota þær á margan máta.
Bað: setjið 5-10 dropa af hreinum ilmkjarnaolíum út í baðvatn.
Innöndun: 3-6 dropar í skál af heitu vatni. Setjið rétt áður en á að fara í gufuna. Setjið svo handklæði yfir höfuðið og andið að ykkur í nokkrar mínútur 5-10 mínútur. Einnig hægt að setja einn dropa í lófann og draga andann djúpt að sér. Efnin fara beint upp í heila og virka strax. Einn dropi á koddan fyrir svefn hjálpar fólki að róa sig fyrir svefn.
Ilmvatn: Sumar ilmolíur er hægt að nota eins og ilmvatn.