Lavender spike olía - 10 ml.
Vörulýsing
VNR: 1124Lavender spike (Lavandula latifolia)
Olían hefur svipaða virkni og lavender en meðan lavender er meira róandi þá er lavender spike meira slímlosandi og líka verkjastillandi. Hún er góð við ennis og kinnholusýkingum, nasakvefi, eykur blóðflæði og er góð við gigt. Má nota óblandaða á unglingabólur.
Virk efni: M.a. alfa-pinen, limonen, camphor, linalool og lavendulyl acetat.
Ilmkjarnaolíur eru 75-100 sinnum sterkari en te.
Ilmolíurnar eru góð leið til þess að nota heima til að hafa áhrif á taugakerfið, hvort sem er að örva eða róa. Hægt er að nota þær á margan máta.
Bað: setjið 5-10 dropa af hreinum ilmkjarnaolíum út í baðvatn.
Innöndun: 3-6 dropar í skál af heitu vatni. Setjið rétt áður en á að fara í gufuna. Setjið svo handklæði yfir höfuðið og andið að ykkur í nokkrar mínútur 5-10 mínútur. Einnig hægt að setja einn dropa í lófann og draga andann djúpt að sér. Efnin fara beint upp í heila og virka strax.
Ilmvatn: Sumar ilmolíur er hægt að nota eins og ilmvatn.