Eucalyptus olía - 10 ml.
Uppseld vara
Vörulýsing
VNR: 1108Eucalyptus (Eucalyptus radiata)
Olían er bakteríudrepandi, bólgueyðandi, krampastillandi, verkjastillandi, slímlosandi, vírusdrepandi, sótthreinsandi, herpandi, kælandi, lyktareyðandi og vökvalosandi. Hún er góð fyrir lungun og kinnholur, góð til að anda að sér ef maður er stíflaður í nefi. Hún er góð til að nudda á bólgna vöðva og liði og er einstaklega góð á allar gerðir sýkinga, bæði innvoris og útvortis.
Virk efni: M.a. alfa-pinen, beta-pinen, eucalyptol, limonen, epiglobulol, piperiton og globulol.
Varúð: Getur valdið húðertingu ef hún er notuð í miklu magni.
Ilmkjarnaolíur eru 75-100 sinnum sterkari en te.
Ilmolíurnar eru góð leið til þess að nota heima til að hafa áhrif á taugakerfið, hvort sem er að örva eða róa. Hægt er að nota þær á margan máta.
Bað: Blandið 5-10 dropum af hreinum ilmkjarnaolíum út í grunnolíu, salt eða mjólk og setjið í baðvatnið.
Innöndun: 3-6 dropar í skál af heitu vatni. Setjið rétt áður en á að fara í gufuna. Setjið svo handklæði yfir höfuðið og andið að ykkur í nokkrar mínútur 5-10 mínútur. Einnig hægt að setja einn dropa í lófann og draga andann djúpt að sér. Efnin fara beint upp í heila og virka strax.
Ilmvatn: Sumar ilmolíur er hægt að nota eins og ilmvatn.