Rósaberjaolía - 10 ml
Vörulýsing
VNR: 1218Rósaberjaolía (Rosa canina)
Olían mælist há í nauðsynlegum fitusýrum fyrir húðina. Mjög góð fyrir þurra og veðraða húð. Sniðug fyrir viðkvæma húð og exem (samanber rósaroða) sem þolir illa aðrar fitur. Mjög góð við ótímabærri öldrun svo sem hrukkum, hún mýkir húðina og spornar gegn örum. Hrikalega græðandi og góð á sár. Viðheldur kollageni og spornar því gegn hrukkumyndun.
Virk efni: Fitusýrur (m.a. oleic, palmitic, linoleic og linolenic), mjög mikið af C vítamíni en einnig A, B1, B2, B3 og K vítamín. Einnig sítrónusýra, flavónar, karóten og tannín (barksýra).
Notkun: Á ör, hrukkur og ótímabæra öldrun. Olían er mjög góð á andlitið, sérstaklega í kringum augu og varir þar sem meira ber á fínum línum. Nota þá 1-2 dropa.
Ath: Allar hreinar olíur eru best geymdar í kæli.