Bentonite leir - 50 gr.
Vörulýsing
VNR: 1503Náttúrleg gosaska.
Er notaður til að draga óhreinindi úr húðinni og frískar hana upp. Mjög steinefnaríkur, nærir og mýkir húðina. Góður á exem, útbrot og psoriasis ásamt því að vera góður fyrir feita og bólótta húð. Hann lýsir ör eftir bólur og öldrunarbletti og jafnar þar með húðlit. Innvortis eykur hann súrefnisupptöku og gerir líkamann meira basískan ásamt því að vera góður við meltingartruflunum. Hann er einstaklega afeitrandi og því góður til að hreinsa líkaman að innan og utan. Hann er bakteríudrepandi, bólgueyðandi og þar sem hann er einstaklega steinefnaríkur þá er hann góður til að bæta upp steinefni sem tapast við uppköst eða niðurgang.
Virk efni: M.a. kalk, magnesíum, kísill, natríum, kopar, járn og kalíum ásamt mjög miklu af snefilefnum.
Notkun: Blandið saman með volgu vatni, berið á húðina og látið þorna í u.þ.b. 20 - 30 mínútur. Hreinsið síðan af með volgu vatni. Einnig er hægt að setja ¼ bolla af honum út í baðvatnið eða setja ½ til 1 tsk út í vatn og drekka.