Skilmálar

Skilmálar

Kæri viðskiptavinur:

Jurtaapotekið er byggt á traustum grunni, Jurtaapotekið er fyrsta og eina sinar tegundar á Íslandi. Við leggjum okkar metnað í að bjóða fyrsta flokks þjónustu. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskiptinu á netinu.

Verð:

Verð sem birtist í netverslun innifelur ýmist 11% eða 24% virðisaukaskatt.  Verð er birt með fyrirvara um myndbregl og/eða prentvillur og áskilur Jurtaapotekið sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum hafi rangt verð verið gefið upp.  Við upplýsum viðskiptavini okkar um ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum uppá að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun Jurtaapotekið endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

Sendingarkostnaður:

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram eða greiðist við móttöku á pósthúsi.

Afhendingartími:

Afhendingartími er að jafnaði 2-10 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Pöntun er send heim að dyrum kaupanda með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningasskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Sendingar fara úr húsi á þriðjudags og fimmtudags morgnum.

Skilafrestur og endurgreiðsla:

Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi með. Almennur skilafrestur á vörum eru 15 dagar. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.  Ef vara reynist gölluð greiðir Jurtaapotekið fyrir endursendingu vörunnar.

Öryggi:

Það er 100% öruggt að versla hjá www.jurtaapotek.is  Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitors.

Greiðslumöguleikar:

Í netverslun Jurtaapoteksins er boðið uppá nokkrar greiðsluleiðir. Í boði er að greiða með öllum helstu greiðslukortum, maestro debetkortum, millifærslu og netgíró.  Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Millifærslur:

Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir því að staðfestingu á greiðslu verði send á netfangið: jurtaapotek@jurtaapotek.is

Bankareikningur:

 • 0315-26-004311
 • kt: 431104-3340

Ef pöntun er ekki greidd innan tveggja daga telst pöntun ógild.

Greiðslukort:

Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Valitors.

Netgíró:

Netgíró er kortalaus viðskipti á netinu. Til þess að geta nýtt sér þennan greiðslumöguleika er skilyrði að viðskiptavinur sé með aðgang hjá netgíró sem hægt er að sækja um hér:  www.netgiro.is Viðskiptavinur þarf þá einungis að slá inn kennitölu og lykilorð í lok kaupferlisins. Greiðsluseðill birtist í heimabanka viðskiptavina sem gefst kostur á að greiða reikninginn innan 14 daga, vaxtalaust. 

Fyrirtækjaupplýsingar:

 • Jurtaapotek
 • Laugarvegur 70
 • 101 Reykjavík
 • Sími: 552-1103
 • Netfang: jurtaapotek@jurtaapotek.is
 • VSK no: 84898

Staðsetning netverslunar:

 • Jurtaapotekið
 • Laugarvegur 70
 • 101 Reykjavík

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn