Um okkur

Jurtaapótekið var stofnað í desember 2004 af Kolbrúnu grasalækni. Hugmyndin með þessari verslun var að ná til stærri hóps og hafa vörur sem væru unnar úr lífrænt ræktuðum eða villtum jurtum. Gæði og ferskleiki jurtanna eru forgangsatriði við framleiðsluna til að hámarka lækningamátt og styrkleika þeirra. Vörur Jurtaapóteksins eru handgerðar af starfsfólki fyrirtækisins, það er einnig hægt að fá sérblandaðar jurtablöndur eftir viðtal hjá Kolbrúnu grasalækni. Hugmyndir Kolbrúnar með stofnun þess var að fræða fólk um lækningamátt jurta, áhrif betri fæðu og umbun almennrar heilsu. Með þetta að leiðarljósi væri auðveldara fyrir hvern og einn að taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi heilsu sína og lífstíl.

Kolbrún Björnsdóttir, eigandi Jurtaapóteksins, hefur starfað við grasalækningar í 22 ár eða frá því að hún útskrifaðist úr grasalæknaskólanum í Bretlandi árið 1993. Á þessum tíma hefur Kolbrún hjálpað þúsundum manna með ráðleggingum sínum um mataræði og jurtir. Þessa víðtæku þekkingu og reynslu Kolbrúnar er að sjá í hennar síðasta framtaki sem er bókin "Betri næring - betra líf" en sú bók  var á metsölulista bókabúða frá því að hún kom út og lengi það árið. Í bókinni ítrekar Kolbrún að góð melting sé undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Bókin er einstaklega aðgengileg og rekur Kolbrún grasalæknir á skýran og einfaldan hátt hvernig meltingarkerfið virkar og hvernig hægt er að koma starfsemi þess í lag til frambúðar. Ásamt lýsingu á heilunarferlum fylgja spennandi uppskriftir að réttum úr smiðju Kolbrúnar og Sólveigar Eiríksdóttur (Solla á Gló).

Jurtaapótekið sameinaði framleiðslu og verslun í nýju húsnæði í nóvember 2013 að Skipholti 33, var það gert til hagræðingar, svo allir starfsmenn væru á einum stað. Laugavegurinn er líka breyttur svo þetta var tímabært. Stutt er í allar helstu umferðaæðar úr Skipholti og allir gömlu kúnnarnir ánægðir, nema þeir sem búa í miðbænum. Búðin er björt og hlýleg og hefur tekist ágætlega að flytja andrúmsloftið með sem var á Laugaveginum. Sumar vörur fást einnig í nokkrum apótekum og öllum Heilsuhúsunum.

Í Jurtaapótekinu er unnið sleitulaust við framleiðslu á vörum beint úr náttúrunni en mikil vakning hefur orðið hér á landi um náttúrulegar vörur, þá sérstaklega íslenskar vörur, unnar úr íslenskum jurtum. Við reynum að fá eins mikið íslenkst og hægt er, en sumt þarf að fara rækta svo hægt sé að fá nægilegt magn. Væri gott að sjá einhverja rækta íslenkar lækningajurtir fyrir innlendan markað og mögulega til útflutings. 

Jurtaapótekið starfar eftir grunngildunum.

  • Hjálpsemi – starfsemin miðast við að hjálpa og stuðla að almennri vellíðan.
  • Þekking – Jurtaapótekið leitast við að nýta og efla þekkingu starfsmanna til þess að veita ráðgjöf við ýmis konar heilsufarslegum vandamálum.
  • Sjálfbærni – Hugmynd Jurtaapóteksins um sjálfbærni byggir á því að benda á þann lækningamátt sem felst í nýtingu náttúruafurða í stað kemískra efna.

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn