Ráðgjöf

Fyrsta heimsókn til Kolbrúnar grasalæknis tekur um klukkustund þar sem farið er ítarlega yfir sjúkrasögu, mataræði og hreyfingu viðkomandi. Algengt er að fólk sem kemur til grasalæknis sé þegar búið að fá sjúkdómsgreiningu. Í sumum tilfellum er viðkomandi bent á að leita hefðbundinna lækninga eða fá frekari greiningu á einkennum. Að viðtali loknu er metið hversu langan tíma meðferð mun taka. Þá eru oft gerðar sérblandaðar jurtablöndur eftir aðstæðum hvers og eins.

Kolbrún grasalæknir gerir tillögur að breytingum á mataræði og hreyfingu ef ástæða þykir til. Að fjórum vikum liðnum kemur viðkomandi í viðtal í 30 mín. þar sem árangur er metinn og framhald ákveðið.

Tímapantanir í síma 552 - 1103 eða á www.noona.is/jurtaapotekid

Kolbrún grasalæknir er með viðtalsstofu í Jurtaapotekinu, Laugavegi 70, 101 Reykjavík.

Símaviðtöl eru í boði fyrir þá sem búa á landsbyggðinni.

 

Algengir kvillar

Grasalækningar hafa verið notaðar öldum saman gegn ýmsum tegundum sjúkdóma. Algengt er að leitað sé til Kolbrúnar grasalæknis vegna langvarandi veikinda sem illa hefur gengið að ráða bót á með hefðbundnum lækningum. Grasalæknir getur ekki lofað lækningu en margar lækningajurtir eru taldar geta hjálpað til við eftirfarandi sjúkdóma:

 • Meltingarvandamál
 • Bakflæði
 • Bjúgur/Uppþemba
 • Kvíði/Streita/Þunglyndi
 • Mígreni
 • Síþreyta
 • Gigt
 • Húðvandamál
 • Orkuleysi
 • Kvefsýkingar
 • Fæðuóþol
 • Hormónajafnvægi
 • Svefnleysi o.fl.

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn