Fæðubótarefni - bót eða bruðl?

Hvort viltu borða þetta?

Eða þetta?

Jæja hef nú ekki verið dugleg að skrifa ykkur pistla en hér kemur einn um fæðubótarefni og hvort þau eru bót eða bruðl. Ég var beðin um að halda fyrirlestur um fæðubótarefni hjá Náttúrulækningafélaginu í síðustu viku og hét fyrirlesturinn "Fæðubótarefni: Grjót eða góð næring?" Við rannsókn á þessu komst ég að ýmsu, m.a að langflest fjölvítamín með steinefnum og steinefnin ein og sér eru unnin úr grjóti. Spáið í því.

Til dæmis:
Kalk: Calcium carbonate = Limestone = Kalksteinn.
Calcium citrate = Kalksteinn + sítrónusýra.
Magnesium citrate = Magnisite ( grjótteg.) + sítrónusýra.
og svona heldur þetta áfram. Þetta er bara unnið úr steinum og nánast ekkert búið að vinna þetta. Ég er ekki að segja þetta sé hættulegt, nema þá kannski þetta ólífræna kalk, það er talið látið okkur kalka og hver vill það. Ég sé þetta þannig að ef þú ert hvort sem er að borða svolítið óhreinan mat þá getur þú alveg eins tekið þessi fæðubótarefni. Við erum ekki hönnuð til að borða grjót (ólífrænt), heldur lífræn efni sem eru þá í tengingu við önnur lífefni og hjálpa við upptöku á steinefnum.

Önnur efni eins magnesium stearate, sem finnst í mörgum fæðubótarefnum, nýtist ekki sem magnesíum heldur er algjört aukaefni og er notað til að duftið festist ekki við vélarnar eða til að auðvelda þér að gleypa þessi fæðubótarefni. Þetta er vax sem að getur myndað filmu í meltingarveginum og þannig haft áhrif á upptöku á næringarefnum. Kannski ekki brjáluð áhrif ef þið eruð bara með eina tegund, en ég veit að sumir eru að taka margar tegundir með svona í og það getur ekki verið gott.
Titanium dioxíð er annað efni sem við viljum ekki en er sett í mörg fæðubótarefni. Það er notað til að hvítta fæðubótarefni og er alveg ólífrænt.
Ef ykkur vantar eitthvað af þessum steinefnum þá er best að finna þau þar sem er mest er af þeim og reyna að nota það. Til dæmis er mikið af magnesíum í graskersfræjum og fersku kóríander. Hægt að gera flotta frækæfu úr þeim innihaldsefnum.
Í 100 grömmum af Sesamfræjum/tahini er1100 mg af kalki, hvað segið þið um það?

Niðurstaðan er er þessi, notið jurtir og mat sem er lifandi, geislandi og nærandi en ekki fæðubótarefni.

Kveðja
Kolbrún Björnsdóttir
Grasalæknir
 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn