Jurtatínslunámskeið í Vestmanneyjum 19. júlí, 10:00-16:00


12.500 ISK

Fjöldi

Bæta í körfu

Vörulýsing

VNR:

Elsku kæra fólk.laugh
Mér var boðið að koma til Vestmannaeyja að halda námskeið í sumar. Það er svo langt síðan ég hef farið til eyja að ég átti erfitt með að hafna þessu boði.
Það er alveg einstaklega gaman að vera úti í náttúrunni og skoða jurtir út frá nýtingu í mat og fyrir heilsuna.
Á námskeiðinu verður farið í jurtaagöngu, lært að þekkja jurtirnar og hvernig á að bera sig að við tínslu. Það byrjar á innikennslu um morguninn og eftir hádegi er svo útikennsla. Að loknu námskeiði ættuð þið að geta gert ykkar eigið heimaapótek.


Jurtirnar eru margslungnar eins og við, þær hafa:
-Efnis líkama
-Orku líkama
-Allskonar plöntuefni sem hafa ýmiskonar virkni
Kannski hafa blóm líka verndarengla eins og við (blómálfa)
Margt af þessu mun ég kenna.


Viðfangsefni námskeiðsins:
- Hvernig ber maður sig að í tínslu
- Hvaða tæki og tól þarf
- Hvernig á að finna jurtir og greina
- Meðferð jurta eftir tínslu
- Almenn notkun á jurtum te, seyði, smyrsli, bakstrar og gufubað.
- Virk efni
- 10 algengar jurtir, farið vel yfir þær.
- Bækur sem gott eða gaman er að lesa tengt þessu efni.

Gögn innifalin í námskeiðsgjaldi:
1. Hefti með 13 jurtum um þeirra virkni og notkun.
2. Powerpoint skjal

Dagskrá:
10.00-12.00: Innikennsla um jurtirnar og hvernig maður ber sig að.
12.00-13.00: Matarhlé
13.00-16.00: Útikennsla um íslenskar lækningajurtir. Jurtaganga. Farið á nokkra staði í kring um Vestmannaeyjar og borið kennsl á lækningajurtir.

Ég hlakka svo til að kenna ykkur! 
Það eru 25 laus pláss á námskeiðið. 

VERÐ: 12.500 kr
SKRÁNING: Senda á jurtaapotek@jurtaapotek.is eða í gegnum heimasíðuna jurtaapotek.is. Nánari upplýsingar í síma 552-1103. 
HVAR: Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Ægisgötu 2


Hlakka til að sjá ykkur á námskeiðinuheart
Kær kveðja, Kolbrún grasalæknir

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2020, allur réttur áskilinn