Lifandi - Seinna þroskaskeið kvenna (breytingaskeiðið)

               

Ert þú kona á seinna þroskaskeiði ævinnar (betur þekkt sem breytingaskeiðið)?
Langar þig til þess að nýta þetta æviskeið til umbreytinga, til að öðlast meira jafnvægi, gefa lífinu nýja merkingu, setja þér ásetning fyrir framtíðina, fræðast um styrkjandi jurtir og mataræði og fara í djúpa slökun í gegnum Jóga Nidra? 

Þetta er meðal annars það sem Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir og Jóhanna Björk Briem, Jóga Nidra leiðbeinandi, bjóða þér upp á á 4 vikna námskeiði (4 skipti).


Á námskeiðinu er:

  • Fræðsla um hormónakerfið.

  • Farið yfir mataræði og jurtir sem styrkja líkama og sál á þessari lífsins leið.

  • Farið yfir orkustöðvarnar og skoðað hvaða áhrif þær hafa á heilsu og líðan og gerðar æfingar til að opna þær.

  • Farið yfir heildrænt heilsulíkan þar sem skoðaðir eru þættir sem stuðla að jafnvægi og góðri heilsu. 

  • Unnið í litlum hópum þar sem hver og einn þátttakandi skoðar sína líðan, merkingu og tilgang í lífinu og finnur út hvort og hvaða breytingar hún þurfi að gera.Í gegnum sjálfsskoðun kennum við þátttakendum að setja sér ásetning fyrir lífið út frá eigin forsendum og vilja.

Í gegnum Jóga Nidra djúpslökun er unnið með ásetninginn. 

Við ætlum að hafa gagn og gaman saman, styrkja kvenorkuna og kraftinn sem vaknar til lífsins á þessu blómaskeiði. smiley


Námskeiðið er mánudagana 23. april, 30. apríl, 7. maí og 14. maí 2018.
Frá kl. 17.45 -19.45.

Staðsetning:
Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur
Hlíðarsmári 14 - Jarðhæð
Kópavogur


Skráning og upplýsingar um greiðslufyrirkomulag fer fram á netfanginu: johanna.briem@gmail.com 
Nánari upplýsingar: johanna.briem@gmail.com og kolbrun@jurtaapotek.is 

Verð: 32.500

Til baka

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2015, allur réttur áskilinn