Góðgerlar

Jæja kæra fólk,

Þá kemur lítið fréttabréf frá okkur.

Mig langar aðeins að fjalla um acidophilusinn okkar sem kemur frá fyrirtækinu Natren. TRENEV góðgerlabakteríur. Hann er svolítið mikið öðruvísi en aðrir svona á markaðnum. Hann er samsettur af 3 bakteríum. Það sem gerir hann öðruvísi er að bakteríufjöldinn er þarna allur alveg þangað til varan  rennur út . Við fáum acidophilusinn sendan í klaka og einangrunarkassa (ekki mjög umhverfisvænt, en þetta virkar). Hann er í olíublöndu sem þýðir að hann meltist í skeifugörnunum. Flestir brotna í maganum þar sem sýrurnar drepa alveg slatta af bakteríunum. Trenev er unnin úr gerjuðum kjúklingabaunum, en olíugrunnurinn er úr sólblómaolíu.


Lactobacillus acidophilus NAS:  5 milljarðar í 1 hylki. Finnst í smáþörmunum rétt á eftir skeifugörnunum. Þessi tiltekna baktería er með (sticker) svipuðum og finnst í acidophilus sem er unnin úr mjólk er með. En þessi er mjólkurlaus en hefur þetta samt. Þessi áferð veldur því að bakterían nær frekar að festa sig í slímhúðinni og eignast heimili þar, það er það sem við viljum.

  • Heldur frá óæskilegum bakteríum með því að gefa frá sér bakteríudrepandi efni.
  • Framleiðir hydrogen peroxíð sem er talið nauðsynlegt í leggöngin svo gerjist allt rétt.
  • Hjálpar til við að minnka ger í ristlinum.
  • Hjálpar til við að styrkja ónæmiskerfið.
  • Framleiðir Lactase ensím sem hjálpar til við að brjóta mjólkursykur.
  • Gæti hjálpað í að viðhalda réttu kólesteróli í blóðinu.


Lactobacillus bulcaricus LB – 51: 5 milljarðar í 1 hylki.   Finnst í öllu meltingarkefinu.

  • Gæti hjálpað til við hreyfingu á þörmum.
  • Framleiðir laktasa ensím (mjólkurensím).
  • Framleiðir lactic sýru (mjólkursýru) sem hjálpar til við meltingu á kolvetnum og mögulega mjólkurpróteinum.
  • Hjálpar til við meltingu á próteinum.  Þegar bulgaricus er sett í jógúrt þá er mjólkurpróteinið búið að meltast betur.
  • Lactic sýran gæti aukið nýtingu á steinefnum og þá sérstaklega kalki.
  • Vegna framleiðslu á hydrogen peroxíð þá heldur bakterían óæskilegum sveppum og bakteríum í skefjum.
  • Heldur niðri helecobacter pyloris, bakteríu sem finnst í maganum og veldur magabólgum.


Bifidobactrium bifidum Malyoth:  20 milljarðar í 1 hylki.  Þessi baktería finnst mest í ristlinum.

  • Hjálpar til við framleiðslu á B-vítamínum.
  • Með því að framleiða actic sýru og lactic sýru þá stuðlar þessi baktería að lægra sýrustig í þörmunum sem leiðir til minna af slæmum bakteríum.
  • Hjálpar lifrinni að hreinsa og vinna.
  • Japönsk rannsókn segir að bifidum bakterían sé mikilvægasta bakterían sem við þurfum.
  • Geta minnkað bakteríur sem aukast við öldrun.


Bakteríurnar eru þannig settar saman að þær hafa ekki áhrif á hver aðra. Þær eru í sólblómaolíu sem heldur þeim sér og hefur einnig þau áhrif að þær meltast ekki fyrr en þær koma í skeifugörn.  Fyrirtækið tryggir að bakteríurnar eru alltaf jafn margar alveg þangað til þær renna út, ólíkt öðrum framleiðendum sem segjast tryggja fjöldann frá framleiðsludegi.

Margir segja að betra sé að vera með margar tegundir af bakteríum (sem oft er ekki vitað hvað í raun gera nákvæmlega). Prófessor Gregor Reid vill frekar hafa fáar bakteríur sem við vitum nákvæmlega hvað gera. Professor Reid hefur verið leiðandi í góðgerla heiminum. Hann er prófessor í Háskólanum í vestur Ontario og hefur einnig unnið fyrir WHO (world health organistion) (chairman) um bakteríur. 

Ég sem grasalæknir er búin að starfa í þessum geira mjög lengi, hef alltaf verið að vísa á alls kyns góðar bakteríur. Þetta var fyrsti acidophilusinn sem ég skoðaði og gat sagt að virkaði með vissu. Því er ég mjög glöð að geta boðið upp á svona góðgerlabakteríur sem eru virkilega lifandi. Þær þurfa ávallt að vera í kæli. 

Notkun: Gott að taka Trenev fyrir svefn, þá fær hann að virka vel yfir nóttina og ekkert sem við borðum drepur hann. Því það er margt í matnum okkar sem er bakteríudrepandi eins og kókósolía, hvítlaukur og allur laukur, ólífuolía, timían, ýmiss krydd og margt fleira.

 

Er svo búin að gera úr bakteríum frá Natren tvær vörur.

GULLVEIG:  Er duft úr mjólk með acidophilus, bulgaricus og bifidus. Þar sem fólk getur sett þetta í stólpípu einu sinni í mánuði á 6 mánða tímabili. Þetta er gott að gera fyrir þá sem eru í prógramminu „Betri næring betra líf“. Það fara 5 msk í 1 bolla af vatni , sem er svo haldið inni helst alveg. Þannig þetta er ekki skol.

HNOSS:  Inniheldur eingöngu acidophilus og er ætlað í leggöngin til að bæta bakteríuflóruna þar. Þetta er sett upp með sprautu. Ef þetta er ekki bara besta leiðin til að laga sveppasýkingu í leggöngum, þá veit ég ekki hvað. Einnig við öðrum sýkingum. 
 

Kær kveðja,

Kolbrún grasalæknir

 

Heimildaskrá: 
1)      Healthy Trinity White Paper. Sótt 25 mars 2015 af http://www.natren.com/mm5/merchant.mvc?Store_Code=N&Screen=CTGY&Category_Code=healthy_trinity_wp

 

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Laugavegi 70
101 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
10-16 föstudaga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2024, allur réttur áskilinn