Vopnabúrið klárt - Flensutíð framundan

Þegar september er genginn í garð er stutt í að við stöndum frammi fyrir hinni alræmdu flensutíð. Með réttum leiðum er þó hægt að reka út fylgifiska haustsins eins og nefrennsli, hósta, kvef og slappleika. Í Jurtaapótekinu er að finna ýmsar vörur sem hjálpta til í þessari baráttu.

Jurtablandan Mímir er afar góð fyrir alla sem þjást af kvefi, flensu og hita. Mímir hentar sérlega vel þegar fyrstu einkenna kvefs verður vart og getur jafnvel komið í veg fyrir kvef. Er hitalækkandi, slímlosandi, svitaörvandi, bakteríudrepandi, ónæmisstyrkjandi og hreinsandi.

Kveðrungur er góður þegar kvef og hálsbólga láta á sér kræla. Kveðrungur er hóstamixtúra sem inniheldur blómavötn sem eru slímlosandi, bakteríudrepandi og hóstastillandi. Auk þess að vera góð við kvefi og hálsbólgu getur mixtúran einnig hjálpað við astma.

Þegar hósti er farinn að láta á sér kræla er gott að eiga hóstasmyrsli. Smyrslið róar hósta, hjálpar til við að losa slím og er mjög hóstastillandi. Þá er gott að nota hóstasmyrsli á börn sem hósta það mikið á nóttunni að það truflar svefn þeirra.

Læðingur er slímlosandi jurtablanda sem virkar vel við astma, bronkítis og lungnakvefi. Læðingur er sérstaklega góður þegar lungun eru full af gömlu slími sem losa þarf um. Læðing má nota reglulega eða eftir þörfum en hann fæst sem jurtablanda í duftformi, í hylkjum og sem te-blanda.

Fjallagrös hafa löngum verið notuð á Íslandi í baráttunni við ýmsa kvilla, ekki síst kvef og flensu. Almennt eru fjallagrösin styrkjandi og efla þrótt, því er gott að taka þau í flestum tilfellum ef maður er eitthvað slappur. Þar að auki eru þau bakteríudrepandi og því mjög góð í baráttunni gegn kvefi. Þegar jurtin er notuð við hósta er best að fjarlægja bitrungana. Það er gert með því að láta suðuna koma upp á grösunum, hella því vatni af og sjóða í 2-3 mínútur í nýju vatni.

Með vopnabúr úr Jurtaapótekinu ætti enginn að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir kvefpestum og flensum sem framundan eru. Njótið haustsins.

Til baka

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2015, allur réttur áskilinn