Nýjung í Jurtaapótekinu - Hrátt íslenskt hunang til sölu!

Nýverið fórum við að selja hrátt íslenskt hunang hérna hjá okkur í Jurtaapótekinu. Krukkan af þessu gómsæta hunangi kostar 2450 kr.

Hunang hefur lengi verið talið allra meina bót en þó verður að athuga að mikill gæðamunur getur verið á hunangi. Þetta venjulega hunang sem við kaupum í matvörubúðum er mikið unnið, hitað og síað sem gerir það að verkum að stór hluti næringarefnanna tapast og oft er sykurinn það eina sem eftir er eftir allt framleiðsluferlið. Hrátt hunang er aftur á móti lítið sem ekkert unnið og er því stútfullt af náttúrulegum vítamínum, ensímum, plöntuefnum og öðrum næringarefnum. Hunang er bakteríudrepandi, bólgueyðandi, andoxandi, mýkjandi, hóstastillandi og græðandi sem gerir það mjög virkt gegn hvers konar kvefi og öndunarfærasýkingum.

Hver kannast ekki við ráðið að fá sér heitt sítrónuvatn með hunangi þegar maður er með hálsbólgu eða kvef? Eða að skipta út hvíta sykrinum fyrir hunang til að auka hollustu og fækka aukakílóunum? Notkunarmöguleikar hrás hunangs eru nær endalausir og hérna koma nokkrir slíkir:

 1. Bætir meltingu – Takið 1 – 2 msk af hunangi við meltingartruflunum.

 2. Við ógleði – Blandið hunangi, engifer og sítrónu saman og drekkið.

 3. Andlitshreinsir – Hægt er að nota hunang sem andlitshreinsi og hentar það öllum húðgerðum. Notið ½ tsk, velgið það milli handanna, berið á andlitið og leyfið að vera í ca 10 mínútur. Skolið síðan af með volgu vatni.

 4. Bólubani – Berið hunang á bólótt svæði og látið liggja á í 30 mínútur. Hunangið minnkar bólgur og sótthreinsar svo það er frábært á bólur.

 5. Gott við sykursýki – Neysla hrás hunangs minnkar líkur á áunninni sykursýki.

 6. Lækkar kólesteról  - Hrátt hunang getur minnkað kólesteról og þar af leiðandi líkurnar á kransæðastíflu.

 7. Bætir blóðflæði – Hrátt hunang styrkir hjartað og bætir blóðflæðið.

 8. Bætir svefn – 1 msk af hunangi út í te eða mjólk fyrir svefn eykur melatonín í líkamanum og bætir þar með svefninn.

 9. Bætir gerlaflóruna – Hrátt hunang er fullt af næringarefnum sem auka vöxt góðgerla í þörmunum.

 10. Rakamaski – Hunang inniheldur lítið vatn sem gerir það að verkum að það dregur í sig mikinn raka þegar það kemst í snertingu við hann. Því er gott að setja hunang á andlitið og fara í gufu eða heitt bað. Einnig er hægt að setja handklæði yfir skál af heitu vatni og búa þannig til sína eigin gufu.

 11. Hármaski – Blandið saman 1 tsk í 5 bolla af vatni og skolið hárið upp úr blöndunni. Hrátt hunang mýkir hárið og lætur það glansa.

 12. Exem – Blandið saman hráu hunangi og kanil í jöfnum hlutföllum og berið á. Gott við vægu exemi.

 13. Græðir sár – Gott er að bera hunang á sár til að flýta fyrir gróanda. Virkar líka á væg brunasár og útbrot.

 14. Gott við blöðrubólgu – Bakteríudrepandi eiginleikar hunangsins gera það að verkum að það er gott við blöðrubólgu.

 15. Við brjóstsviða – Hrátt hunang þekur hálsinn og vélindað og mýkir sem minnkar áhrif og óþægindi brjóstsviða.

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2018, allur réttur áskilinn