Heilunarferð á Ayurveda heilsuhótel á Indlandi

Panchakarma er djúphreinsun sem kemur frá Ayurveda fræðunum.
Ég (Kolbrún grasalæknir) og Dr. Shubhangee ætlum að bjóða Íslendingum að koma með okkur til Indlands í panchakarma núna í ágúst 2018.
Við ætlum að reyna að hafa það þannig að hægt sé að vera samferða frá Íslandi. Ég fer héðan 4. ágúst og við mætum svo á Indlandi 5. ágúst. Panchakarma stendur yfir í 3 vikur. Ég hef farið í svona sjálf áður en ekki alveg fullt prógram. Við náum kannski ekki að taka öll eiturefni í burtu en helling samt og við það opnast allar leiðslur í líkamanum og allt vinnur betur. Mælt er með að hvíla sig á sama tíma, ekki vera að ferðast á mikið á daginn og skoða (það þarf þá bara að gerast seinna).

Fyrst þarf að undirbúa líkamann svo hægt sé að hreinsa. Það er gert með:
1) Abhyanga nuddi, til að mýkja líkamann upp og opna allar rásir. Næstum eins og við séum að láta líkamann þroskast eins og ávöxt.
2) Jurtir í stimplum og þrýst á allan líkamann til að mýkja hann upp.
3) Shirodhara til að róa hugann og fá líkamann til að opna sig.

Svo þegar líkaminn er tilbúinn, sem getur tekið nokkra daga, er byrjað að hreinsa út um öll göt.
1) Vamana = Uppköst
2) Virechana = Hægðalosandi
3) Basti = Stólpípa með jurtum, olíum, hunangi eða salti.
4) Nasya = Læknandi olíur í nefið

Hér fyrir neðan eru svo nánari upplýsingar um ferðina

Upplýsingar á íslensku
Upplýsingar á ensku


Hlakka til að fara með ykkur,
Bestu kveðjur,
Kolbrún grasalæknir
Jurtaapotek

Til baka

Bætt í körfu!

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2018, allur réttur áskilinn