Afmæli og hugleiðingar í desember

Kæru viðskiptavinir

Þá er desember genginn í garð með öllu sínu hafurtaski. Desember er oftast sá mánuður þar sem mest er að gera. Það þarf að kaupa eða búa til jólagjafir, skreyta heimilið, baka smákökur, þrífa heimilið, finna jólafötin, eiga gæðastundir með fjölskyldu og vinum, fara í jólahlaðboð eða á jólatónleika, og þetta er fyrir utan þetta daglega amstur. Það er því ekki skrítið að margir stressist mikið upp í desember, þetta er jú sá tími sem við gleymum oft að hlúa að okkur sjálfum. Við gleymum að anda, við gleymum að njóta augnabliksins, gleymum að næra okkur bæði andlega og líkamlega, við gleymum stundum að vera til. Aðventan ætti að vera tími slökunar, dekurs, næringar og návistar ástvina. Við megum ekki gleyma að njóta, jólin koma alveg sama hvort allt er fullkomið hjá okkur eða ekki, og þau verða ekkert verri þó það sé ekki búið að þrífa allt, eða baka 15 smákökutegundir, eða skreyta allt heimilið að utan og innan. Þau verða betri því allt stress og álag er farið og við getum virkilega notið jólanna í faðmi fjölskyldunnar.

Afmæli

Laugardaginn 17. desember næstkomandi eigum við 12 ára afmæli og í tilefni þess langar okkur að bjóða ykkur í heimsókn til okkar og þiggja tesopa og léttar veitingar. Við verðum með 15% afslátt af öllum vörum þann dag svo það er upplagt að kaupa nokkrar jólagjafir í leiðinni eða efni í heimagerðar jólagjafir. Opið frá 11 til 18.

Eigið góða aðventu og munið að anda.
Kær kveðja
Starfsfólk Jurtaapóteks

Til baka

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2015, allur réttur áskilinn