Til hvers að fasta? 25.04.2001 DV

Talið er að eiturefni sem safnast fyrir i líkamanum geti valdið mörgum kvillum og því sé nauðsynlegt að hreinsa hann af og til og gefa um leið líffærum hans hvíld. Til eru margar mismunandi leiðir til að hreinsa og afeitra líkamann, en algengt var til forna að menn hreinsuðu likamann á vori og hausti með því til dæmis að fasta. Til eru jurtablöndur sem hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefni án þess að þurfa að fasta, en sé sú leið valin þá fá líffærin ekki þá hvíld sem nauðsynleg þykir til andlegrar eflingar. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir er fróð um fóstu og afeitrun.

Ymsir fylgikvillar

„Að fasta er ekki leið til að grenna sig, þó það gerist óneitanlega, og munurinn á að fasta og að taka t.d. inn einhverjar hreinsijurtir er sá að með þvi að fasta þá á líffæri likamans tækifæri til að hvílast og líkaminn nær að lækna sig sjálfur og vinna gégn kvillum á meðan hreinsijurtir eru teknar inn jafnhliða fæðu og án þess að líffærin nái að hvílast. Það er hins vegar hægt að byrja undirbúninginn fyrir fbstuna fyrr, með því að byrja á því að hreinsa fæðuna, taka til dæmis kjöt, mjólkurvörur, sykur, kaffi o.s.frv. í burtu og þá er samhliða hægt að taka inn hreinsijurtir tilað flýta fyrir. Ef fólk hefur verið mikið í sukkfæði og ætíar að fasta þá er nauðsýnlegt að taka sér svona mánuð í að undirbúna föstuna. Ef hins vegar fólk byrjar að fasta án undirbúnings þá er hætta á því að það verði bara veikt og leggist í rúmið."

Hvaða kvillar eru það helst sem gera vart við sig á föstunni?
„Það getur verið svo margt en yfirleitt gengur það versta yfir á þremur dögum, á meðan lifrin er að hreinsa blóðið, þ.e.a.s. ef fólk hefur undirbúið föstuna vel. Þetta geta verið alls konar verkir, t.d. höfuðverkur, eyrnaverkur, hægðatregða, niðurgangur, gamlir kvillar eins og exem, bólgur og liðverkir og kvillar sem eru til staðar geta versnað. Einnig gætu þeir sem eru á föstu orðið varir við gamlar, óþægilegar minningar og tilfinningaflækjur, viðkvæmni eða þunglyndi."

Ef fólk þarf að fara í gegnum svona miklar þjáningar með því að fasta, er þá ekki bara best að sleppa því?
„Þeir sem ekki fasta fá aldrei að vita hvað það er sem gerist þegar líkaminn hefur náð að hreinsa sigen í mörgum tilvikum getur orkugetan
aukist um allt að 50%. Það þarf því að leggja það á sig að fasta til að kynnast líkama sínum betur og finna hvernig honum líður eftir á. Það er rétt að taka fram að þeir sem eru á föstu ættu að passa vel upp á að hafa hægðir. Þeir sem ekki hafa hægðir verða að fá sér jurtir til að hjálpa hægðunum af stað því ef það hefur ekki hægðir er ekkert gagn í föstunni."

Gott aö vera i félagsskap

„Fastan á að vera hámark sex dagar en ég er hlynntust því að fólk fasti ekki nema í þrjá daga. Það getur þó stundum verið nauðsynlegt
að vera lengur, ef t.d. verið er að fasta í fyrsta sinn. Það er mjög gott ef fólk getur fundið sér einhvern til að fasta með, það er auðveldara að vera í félagsskap, fara til dæmis saman í léttar göngur, nudd og gufubað," segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir.

Að öllu jöfnu tekur föstukúr í heild sinni um það bil þrjár vikur og er þá talinn með undirbúningurinn og vikan eftir föstuna, en þá er líkaminn mjög viðkvæmur og því afar mikilvægt að borða ekki þungan mat. Þeir sem ætla að fasta ættu að ráðfæra sig við sérfræðing áður en þeir byrja.

Til baka

Jurtaapótek

jurtaapotek@jurtaapotek.is

Skipholti 33
105 Reykjavík
Sími 552 1103

Opnunartími

10-18 virka daga
11-14 laugardaga

© Jurtaapótek 2015, allur réttur áskilinn